Nemenda- og umhverfisráð

Samkvæmt grunnskólalögum skal nemendafélag vera starfrækt við hvern grunnskóla. Sjá texta úr lögum um grunnskóla nr. 91 frá 2008 hér fyrir neðan.

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.

Meðlimir umhverfisráðs munu funda nokkuð reglulega á föstudögum í vetur.
Umsjónarmaður skólans fór með krakkana um allan skólann og sýndi þeim tæknibúnað skólans og kynnti einnig fyrir þeim störf skólaliða.
Fjallað var um samvinnu, hópvinnu, almenna umgengni, og virðingu fyrir samnemendum og starfsfólki skólans.
Ákveðið var að nemendafulltrúarnir leituðu einnig eftir áliti bekkjarfélaga sinna um málefni sem snertir þá sérstaklega og koma með þær hugmyndir inn á fundi ráðsins.
Rætt um afmarkað leiksvæði skólalóðarinnar sem er merkt inn á kort af lóðinni, öryggi nemenda og þá sérstaklega yngstu hópana og einnig leiðir til að kynna niðurstöðurnar fyrir samnemendum og starfsfólki.
Nokkur stór mál eru á borðum ráðsins þetta skólár, þar á meðal eru umferðaröryggismál í nærumhverfi skólans, betrumbætur á aðstöðu 1. og 2. bekkjar vegna geymslu á fatnaði þeirra og áframhaldandi upplýsingagjöf til ráðamanna borgarinnar varðandi fábreytni leiktækja á lóð skólans.

Selásskóli tekur þátt í og er partur af Grænfánaverkefni Landverndar.
Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Þegar því marki er náð fá skólarnir að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum og sjálfbærni innan skólans. Jafnframt sýnir reynslan að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.

Markmið verkefnisins er að:
• Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
• Efla samfélagskennd innan skólans.
• Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
• Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
• Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
• Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

Landvernd
Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum FEE. Stýrihópur um Grænfána er Landvernd til fulltingis um allt sem viðkemur verkefninu.

Nemenda- og umhverfisráð kynnir verkefni sín fyrir nemendum og starfsfólki Seláskóla í lok skólaársins.
Í stjórn nemenda- og umhverfisráðs skólaárið 2017- 2018 eru eftirfarandi nemendur:

Daníel Máni 7. bekk
Katrín Birna 7. bekk
Lovísa Lilja 6. bekk
Stefán Ingi 6. bekk
Mikael Logi 5. bekk
Sunna 5. bekk
Snædís 4. bekk
Týr Chatenay 4. bekk
   
Geir Þorsteinsson Umsjónamaður
   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prenta |