Sjálfsmat

Í lögum um grunnskóla er skólum gert að innleiða sjálfsmat. Markmið þess er að auðvelda starfsfólki að vinna að markmiðum skólans, greina sterkar og veikar hliðar í skólastarfinu og að meta hvort markmiðunum hafi verið náð. Skólum er í sjálfsvald sett hvernig þeir standa að sjálfsmati sínu en menntamálaráðuneytið gerir úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla á fimm ára fresti.

Skólaárið 2006 - 2007 var gerð úttekt á sjálfmatsaðferðum Selásskóla. Niðurstaða þess var á þá leið að skólinn uppfylli ákvæði grunnskólalaga að hluta. Í framhaldi af því var ákveðið að gera gangskör í sjálfsmatsaðferðum skólans og beita aðferðum stefnumiðaðs árangursmats við sjálfsmatið. Í því felst meðal annars að skólinn setur sér mælanleg markmið og kannar reglulega hvernig gengur að ná markmiðunum.

Í sjálfsmatsskýrslu skólans er lýsing á markmiðum skólans, niðurstöður árangursmatsins og tillögur um úrbætur á þeim þáttum þar sem markmiðum er ekki náð. Þegar þetta er ritað er sjálfsmatsskýrsla í vinnslu. Þegar hún er tilbúin má nálgast hana í pdf útgáfu með því að smella á krækjuna hér til vinstri.

Prenta |