Skip to content

Almennt um þjónustumiðstöðina

Afgreiðslutími:

Opið alla virka daga frá kl. 8:30 til 15:00.

Almennt um Þjónustumiðstöðina

Hlutverk Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts er að sinna velferðarþjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, daggæsluráðgjöf, frístundaráðgjöf og forvarnarstarfi auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. Framangreindum þjónustuþáttum er sinnt á grundvelli þjónustusamninga við íþrótta- og tómstundasvið, leikskólasvið, menntasvið og velferðarsvið Reykjavíkur.

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar almennar upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í þjónustumiðstöðina eða senda tölvupóst.

Á Þjónustumiðstöðinni er unnið á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Meginmarkmið með starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar er:

  • Að þjónusta verði aðgengilegri og að íbúar geti snúið sér á einn stað með erindi sín.
  • Markviss þjónusta með þverfaglegu samstarfi og samþættingu verkefna.
  • Efling félagsauðs í hverfum og aukið samstarf við íbúa, félagasamtök og aðra í hverfinu.
  • Búa borgina undir framtíðina til þess meðal annars að hún geti tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu.

Markmið með auknu samstarfi á sviði félags- og skólaþjónustu er að veita heildstæðari og metnaðarfyllri þjónustu til skóla, einstaklinga og fjölskyldna í hverfinu.
Til að þjónustan verði sem best er lögð áhersla á samvinnu við þá sem til þjónustumiðstöðvarinnar leita.

Vegna skólaþjónustu má vænta :

  • ráðgjafar og handleiðslu til þeirra sem koma að málefnum barna, hvort sem um er að ræða starfsfólk skóla eða foreldra;
  • aðstoðar við að koma á samvinnu milli heimilis og skóla;
  • sálfræðilegrar greiningar og ráðgjafar til foreldra.

Vegna félagsþjónustu má vænta:

  • að heildarsýn verði höfð að leiðarljósi í vinnslu mála er varða einstaklinga og fjölskyldur,
  • félagslegrar ráðgjafar til einstaklinga og fjölskyldna,
  • hjálp til sjálfshjálpar.

Þjónustumiðstöðin samanstendur af þremur starfsstöðvum sem hver um sig gegnir lykilhlutverki í þjónustu við íbúa.

Á skrifstofunni í Hraunbæ 115 , starfar þverfaglegur hópur sérfræðinga og þar er unnið með allar umsóknir og tilvísanir varðandi þjónustu við íbúa, ráðgjöf og stuðning auk fleiri verkefna. Þjónustumiðstöðin sinnir félagsstarfi í Hraunbæ 105. Þjónustumiðstöðin rekur tvo búsetukjarna fyrir geðfatlaða í hverfinu, eitt heimili fyrir fötluð börn og fjögur sambýli fyrir fatlaða.