Skip to content

Eineltisáætlun

Meðferð eineltismála í Selásskóla

Vinnuáætlun í einstaklingsmálum

Einelti er..
Áreiti sem gerist oft, nokkrum sinnum í viku eða oftar og stendur yfir í nokkurn tíma. Í því felst misvægi á valdi, sá sem
er kraftmeiri ræðst á þann kraftminni. Gerendur geta verið einn eða fleiri. Einelti getur verið annað hvort beint eða
óbeint. Beint einelti eru opnar augljósar árásir á þolandann. Óbeint einelti eru duldar árásir eins og félagsleg einangrun,
útilokun frá hópi og þegar rógi og lygum er dreift um þolandann til að að fá öðrum til að líka illa við hann.

Í hnotskurn felst þrennt í eineltishugtakinu

• Árásarhneigt eða illa meint atferli.
• Endurtekning sem stendur yfir í ákveðinn tíma.
• Ójafnvægi afls og valda í samskiptum.

Í Selásskóla er markmið að öllum nemendum liði vel og finni til öryggis. Þess vegna er einelti ekki liðið undir neinum
kringumstæðum.

Markmið og leiðir

1. stig Greining á eineltinu
• Ef grunur vaknar um einelti þá er tekið á því strax.
• Umsjónarkennari fundar með félagsráðgjafa og þannig
er myndað eineltisteymi um þetta ákveðna mál.
• Stjórnendur skólans eru látnir vita af grun um einelti
• Nemendaverndarráð er upplýst um eineltið
• Byrjað er á að greina málið – fundið út hverjir eru helstu
þátttakendur, hver er þolandi og hver er gerandi, hverjir
eru meðhlauparar, hverjir eru stuðningsaðilar
en óvirkir gerendur og hverjir eru óvirkir
stuðningsaðilar en hugsanlegir gerendur.
• Samhliða greiningu á hlutverkum í félagshópnum fer fram greining á rót eineltisins eða hugsanlegum ástæðum
þess. Þar er meðal annars skoðað hvernig samspilið er í félagshópnum, hvort um félagslegt smit er að ræða,
hvort siðferðislegir þröskuldar lækkað, er einstaklingsábyrgðin minni.
Greining á eineltinu fer fram með því að:

o Fá upplýsingar frá umsjónarkennara
o Fylgjast betur með nemenda í frímínútum og kennslustundum
o Skrá öll tilvik í upplýsingakerfið Mentor
o Ræða við nemendur einn og/eða í hóp
o Framkvæma tengslakönnun
o Nemendur skrifa stutta ritgerð um hvernig þeim líður í bekknum, í kennslustund og í fríminútum
Við greiningu á hlutverkunum í félagshópnum er stuðst viðeineltishringinn.
Látum þúsund blóm blómstra Um skólann
Stefna og starfsáætlun Selásskóla 66
o Fá upplýsingar frá öðrum kennurum og starfsfólki

• Greiningarvinnan tekur hámark 2 vikur
• Þegar nægar upplýsingar eru fyrir hendi þá er fundað með umsjónarkennara, félagsráðgjafa og stjórnanda þar
sem ákveðið er hvort um einelti sé að ræða eða ekki

2. stig Einelti er staðfest og vinnuferli hefst
• Komið er í ljós hverjir eru þátttakendur, gerandi og þolandi.
• Nemendaverndarráð er upplýst um eineltið
• Rætt við foreldra/forráðamenn þolanda og geranda
• Félagsráðgjafi tekur einstaklingsviðtöl við gerendur tvisvar til þrisvar sinnum með eins til tveggja vikna millibili.
Þessi viðtöl eru tekið á ákveðinn hátt markvisst með það í huga að eineltið hætti (sjá spurningar hjá
félagsráðgjafa).
• Eftir einstaklingsviðtölin þá er rædd við alla strákanna eða stelpurnar allt eftir hver er fórnalampið um jákvæð
samskipti.
• Þolanda er boðið upp á vikuleg sjálfstyrkingar viðtöl
• Reglulegir fundir með foreldrar þolandans þar sem þeir eru upplýstir um hvað skólinn er að gera í málinu
• Allir kennarar, stuðningsfulltrúar og starfsfólk sem kemur að árgangnum er upplýst um gang mála (með
tölvupósti).
• Umsjónarkennari vinnur með bekknum að bættum samskiptum meðal annars með að nýta sér námsáætlun í
lífsleikni, bekkjarfundi ofl. Félagsráðgjafinn kemur inn í umræðu í bekk ef það þykir henta
• Þessi vinna skal ekki taka meira en einn mánuð
• Hafa í huga

o Láta allt starfsfólk skólans vita með tölvupósti (með leyfi foreldra)
o Senda bréf eða hringja heim til allra foreldra í bekknum þar sem látið er vita um eineltið og þeir beðnir
að ræða við börnin sín

3. stig Eftirfylgd
• Fundur með umsjónarkennara, félagsráðgjafa og stjórnenda og farið er yfir hvernig gengið hafi og árangur
skoðaður.
• Félagsráðgjafi hittir gerandann tveimur mánuðum eftir fyrsta viðtal og fylgir málinu eftir
• Félagsráðgjafi heldur áfram viðtölum við þolanda eftir þörfum
• Foreldrar eru upplýstir um árangur
• Nemendarverndarráð er upplýst um árangur
Umsjónarkennari ásamt félagsráðgjafa og stjórnenda bera ábyrgð á að eineltismálinu sé fylgt eftir