Sérkennsla
Meginmarkmið stefnu Reykjavíkurborgar er að stuðla að sem bestri þjónustu við nemendur með sérþarfir í grunnskólum borgarinnar, uppfylla markmið laga og Aðalnámskrár um kennslu í samræmi við eðli og þarfir nemenda og að nýta fjármagn til sérkennslu sem best.
Þeir sem ekki fylgja námsframvindu sem getur talist eðlileg miðað við aldur fá meiri stuðning og námsaðstoð eftir þörfum. Við úthlutun sérkennslu- og stuðningsfulltrúatímum liggja greiningar, skimanir, námsmat og beiðnir umsjónarkennara og foreldra með rökstuðningi til grundvallar. Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar.
Megináhersla og markmið:
Grunnskólinn á að laga starf sitt að þroska og getu allra nemenda sinna þannig að hver þeirra fái kennslu við hæfi.
Markmið með sérkennslu er að sinna öllum nemendum svo sem kostur er, mæta hverjum og einum þar sem hann er
staddur og að nemendur fái kennslu við sitt hæfi.
Þau almennu námsmarkmið, námsefni og námsaðstæður sem eru í skólanum henta ef til vill ekki öllum nemendum og
því þarf að leita leiða til að mæta viðkomandi sem best. Í skóla án aðgreiningar má líta svo á að allir kennarar séu að
einhverju marki kennarar í sérkennslu. Kennari í sérkennslu og umsjónarkennari meta í sameiningu hvort nemandi þurfi
á einstaklingsstuðningi að halda. Nýbúar og nemendur sem búið hafa lengi erlendis fá stuðning ef þörf er á.
• Kennari í sérkennslu hefur yfirumsjón með skipulagningu sérkennslu og stuðningsúrræða fyrir nemendur
skólans.
• Kennari í sérkennslu sér um einstaklingsstuðning sem nemandi fær í námsveri og leiðbeinir
umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa með ýmis verkefni inn í bekk.
• Umsjónarkennari sér um að einstaklingi sé sinnt sérstaklega inn í bekk.
• Kennari í sérkennslu hefur yfirumsjón með skimunun sem lagðar eru fyrir. Skimanir eru m.a. Leið til læsis,
Tove Krogh og Talnalykill.
• Kennari í sérkennslu sér um LOGOS lestrargreiningar eftir þörfum.
• Kennari í sérkennslu heldur skilafundi með foreldrum og umsjónarkennurum vegna niðurstaðna úr
LOGOS lestrargreiningum