Video frá þemadögum

Hér má sjá tvö video sem tekin voru upp á þemadögum Selásskóla. Nemendur í 7. bekk tóku upp og gerðu þessi video.

Takk fyrir og njótið!

Prenta |

Skólalok - útskrift

Miðvikudaginn 8. júní er skóladagur nemenda frá kl. 8:10 - 12:00. Skólaslit og útskrift verður svo eftir hádegi.
Nemendur í 1. - 3. bekk eiga að mæta á skólaslit kl. 13:00, nemendur í 4. - 6. bekk eiga að mæta kl. 13:30 og 7. bekkur kl. 15:00 – 17:00.

Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með nemendum.

Þau börn sem skráð eru í Víðisel geta verið áfram í skólanum á vegum stuðningsfulltrúa þar til skólaslit hefjast kl. 13:00.

 

Prenta |

Afmælishátíð Selásskóla

afmaeli

Smellið á myndina til að sjá nánar.

Prenta |

Samstarf Selásskóla, Blásala, Heiðarborgar og Rauðaborgar verðlaunað

Verkefnið Heimahagar sem er samstarfsverkefni Selásskóla, Blásala, Heiðarborgar og Rauðaborgar, hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2016 og voru verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu föstudaginn 27. maí. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístundastarfi sem fram fer í Reykjavík.

Lesa >>

Prenta |

Umhverfisráð - kynning á verkefnum vetrarins

Umhverfisráðið hélt kynningu á verkefnum vetrarins fyrir samnemendur sína í hátíðarsal Selásskóla 3. og 4. maí síðastliðinn. Krakkarnir í umhverfisráði stóðu sig frábærlega í því að kynna sitt starf og hlustuðu samnemendur þeirra á með miklum áhuga.

umhverfisrad

Prenta |