Leikjadagur Selásskóla

Miðvikudaginn 4. júní var hinn árlegi leikjadagur okkar í Selásskóla haldinn.forsida Fyrst fóru allir í víðavangshlaup út í Rauðavatnsskógi. Eftir það var farið aftur í skólann og þar voru íþróttakennararnir búnir að setja upp 10 stöðvar á skólalóðinni, inni í íþróttahúsi og inni í skóla. Alls konar skemmtilegir leikir voru á stöðvunum, eins og sjá má á myndunum skemmtu nemendur sér vel.
Myndir frá leikjadeginum má sjá hér.

Prenta |

Nemendur í Selásskóla safna gulli og silfurpeningum

Nemendur í Selásskóla halda áfram að safna gulli og silfurpeningum.

Lesa >>

Prenta |

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts kíkti í heimsókn

Mánudaginn 26. maí komu kennarar úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts í heimsókn til okkar og spiluðu á ýmis hljóðfæri fyrir nemendur í 2. og 3. bekk.forsida

Myndir af viðburðinum má nálgast hér.

Prenta |

Fyrirhugaðar vinnustöðvanir kennara

Kæru foreldrar
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Félag grunnskólakennara boðað vinnustöðvun þrjá daga, 15. maí, 21. maí og 27. maí.
Þetta þýðir að skólahald fellur niður þessa daga ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma.

Starfsemi frístundaheimila verður óbreytt verkfallsdagana.

Komi til vinnustöðvunar munu matarreikningar sem koma til borgunar í byrjun júní lækka hlutfallslega sem því nemur.

Við biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum að kvöldi miðvikudagsins 14. maí og morgni fimmtudags.

Prenta |

Sumarkveðja

Starfsfólk Selásskóla óskar nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars og þakka fyrir frábæran vetur!

sun

Prenta |