Útskrift 2013

Ræða hjá Oddgeiri

Fimmtudaginn 6. júní voru skólaslit í Selásskóla í 27. sinn.  Að þessu sinni útskrifaðist árgangur 2000 með glans úr Selásskóla.  Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur og þau hlaut Bára Björt Jónsdóttir.  Einnig veitt Rotaryklúbbur Árbæjar einum nemanda viðurkenningu fyrir félagslega þætti, margir hefðu verið vel að þessari viðurkenningu komnir en á endanum var það Guðjón Ingi Rúnarsson sem fyrir valinu varð.  Að lokinni afhendingu vitnisburðar settist fólk saman að snæðingi áður en horfið var út í sumarið.  Hér má sjá nokkrar myndir.

Prenta |

Bókagjöf

Bækur á safni.

Nú í vor barst skólasafni Selásskóla vegleg bókagjöf frá fjölskyldu Jóns Aðalsteins nemanda við skólann. Gjöfinni fylgdi líka bunki af fótboltablöðum sem stór hópur krakka hefur gaman af að lesa. Bókagjöf sem þessi er alltaf mikill fengur fyrir skólann þar sem við viljum veg skólasafnsins sem mestan. Skólanum berast öðru hvoru bækur frá fjölskyldum núverandi og fyrrverandi nemenda skólans og eru við ákaflega þakklát fyrir þessar ágætu bókagjafir. Það er gott að geta eflt safnið með því að bæta inn bókum og margar af þessum bókum koma sem endurnýjun á eldri bókum sem búið er að lesa í tætlur. Margir foreldrar vita ekki alveg hvað gera skal við barna- og unglingabækur sem til eru á heimilunum. Endilega talið við okkur hér í Selásskóla og leyfið okkur að njóta bókanna.

 

Prenta |

Aldrei er of varlega farið

Krakkarnir í vestunum

Í síðustu viku heimsótti fulltrúi frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg nemendur í fyrsta bekk og færði þeim endurskinsvesti að gjöf. Vestin gefur Landsbjörg öllum nemendum í fyrsta bekk á landinu í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök.

Landsbjörg voru ekki þau einu sem komu færandi hendi í fyrsta bekk í vikunni því félagar í Kiwanis komu í upphafi vikunnar og gáfu nemendum hjálma. Við þökkum Landsbjörg og Kiwanis fyrir gjafirnar. Aldrei er of varlega farið.

Prenta |

Vorhátíð

Á vorhátíðinni.

Vorhátíð foreldrafélagsins var haldin að venju á uppstigningardag í vikunni sem leið. Hátíðin heppnaðist einstaklega vel. Fjöldi fólks mætti á hátíðina enda var veðrið ákaflega gott. Ýmislegt skemmtilegt var í gangi eins og markaðstorg, hjólabraut, hoppukastali, sýningar á sal o.fl. Við tókum nokkrar myndir á hátíðinni og hér eru þær.

 

Prenta |

Astrid Lindgren

Sjónarhóll

Þemadagar

Í vikunni sem leið unnu nemendur og starfsfólk hörðum höndum við að skapa sögusviðið sem sögurnar um Emil, Línu og Ronju gerðust. Á föstudeginum mættu síðan gestir og gangandi til að skoða afrakstur vinnunnar og ekki var annað að sjá en að allir væru alsælir með útkomuna. Annars er sjón alltaf sögu ríkari. Hér eru myndir og hér er frétt af þemanu á rúv. Fréttin af þemanu byrjar eftir 21:40 mínútur.

Lesa >>

Prenta |