Leikjadagur

Limbó á leikjadegi

Undir skólalok var var leikjadagur hjá öllum nemendum skólans. Íþróttakennararnir skipulögðu daginn og nemendum var skipt í hópa sem ferðuðust á milli átta stöðva og fóru í mismunandi leiki á hverri stöð. Ekki var annað að sjá en að nemendur hefðu haft gaman af enda var veðrið þennan dag hreint yndislegt. Hér eru nokkrar myndir frá deginum. Myndir

Prenta |

Útskrift og skólaslit

Viðukenning afhent

Þriðjudaginn 5. júní var skólaárinu 2011 - 2012 slitið formlega með útskrift nemenda í sjöunda bekk. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans kom saman á sal þar sem stutt athöfn var. Viðurkenningar voru veittar fyrir góðar framfarir í námi og afburða námsárangur. Bjarki Freyr hlaut fyrir viðurkenninguna og Lilja Vigdís þá seinni. Starfsfólk Selásskóla óskar útskriftarnemunum góðs gengis í áframhaldandi námi sínu og þakkar samstarf og samveru undanfarin ár. Hér eru nokkrar myndir. Myndirnar

Prenta |

Barnamenningarhátíð

Dansað á Barnamenningarhátíð

Í vikunni sem leið var Barnamenningarhátíð í fullum gangi. Nemendur í fjórða bekk fengu boð um að taka þátt og fóru í Hörpuna þar sem þau hittu fjöldan allan af öðrum fjórðu bekkingum. Þar dönsuðu þau meðal annars saman dans sem þau höfðu áður lært í skólanum. Hér eru myndir úr ferðinni. raud or

Fyrsti bekkur fékk einnig boð í tengslum við hátíðina. Árbæjarsafn bauð þeim í heimsókn og kynnti fyrir þeim tónlistina við vísurnar í Vísnabókinni. Það var greinilega fróðleg og skemmtileg heimsókn eins og sjá má á myndunum. raud or

Prenta |

Spiladagar

Frá spiladögum

Á hverju ári undanfarin ár höfum við brotið upp hefðbundið skólastarf á vorönninni og tekið fyrir eitthvert þema sem nemendur vinna að í þrjá daga samfleitt. Í síðustu viku voru þemadagar og að þessu sinni var spilaþema. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og síðan var spilað af miklum móð frá miðvikudegi til föstudags.

Eins og alltaf erum við dugleg að taka myndir og þær má sjá hér Myndir frá spiladögum og stundum tökum við upp myndband. Það gerðum við nú og það er hér Myndband frá spiladögum

Prenta |

Heimanám

HeimanámÍ vetur hefur heilmikil umræða um heimanám farið fram innan skólans. Uppspretta umræðunnar var að mörgum þótti ekki nógu gott samræmi í fyrirkomulagi heimáms í skólanum. Nú hefur afrakstur þessarar umræðu litið dagsins ljós með útgáfu heimanámsviðmiða sem nálgast má hér. Rétt er að taka fram að hér er um viðmið að ræða en kennarar þurfa að sjálfsögðu að hafa svigrúm til að laga heimanámið að einstaka nemendum og kennslunni. Þessi viðmið verða síðan endurskoðuð eftir að reynsla er komin á hvernig er að vinna eftir þeim. 

Prenta |

  • 1
  • 2