Vorhátíð

Börn að leik á vorhátíð

Nú er komið að árlegri vorhátíð á vegum foreldrafélags Selásskóla. Mætum öll hress og kát í skólann okkar á Vorhátíðina Laugadaginn 14. maí klukkan 11 - 14.

Dagskrá fjölbreytt að venju og veitingar á gjafverði, 50 kr.- nema pylsur sem kosta 100 kr.

Í boði eru pylsur, gos, safi, kaffi og kökur. Útileiktæki, andlitsmálun, skemmtiatriði og leikir.

Sól og veðurblíða (ef Guð og lukkan lofar...) Bjóðið vinum og vandamönnum með...

Kær kveðja, Rut og Elna í Foreldrafélaginuog allir bekkjarfulltrúar.

Prenta |

Skákmót

Skáksveitin fyrir framan RimaskólaÍslandsmót barnaskólasveita í skák

Um helgina fór Íslandsmót barnaskólasveita í skák fram í Rimaskóla. Að þessu sinni tók Selásskóli þátt og sendi eina sveit á mótið. Sveitina skipuðu Axel í þriðja bekk sem tefldi á fyrsta borði, Grímur í öðrum bekk sem tefldi á öðru borði, Þórður í fimmta bekk tefldi á þriðja borði og Viktor í fimmta bekk á því fjórða. Strákarnir stóðu sig prýðisvel og fengu 18 1/2 vinning sem gaf þeim 20 sætið á mótinu af 41. Gaman er frá því að segja að Axel fékk sérstaka viðurkenningu fyrir bestan árangur á fyrsta borði en hann vann allar skákirnar sínar. Hér má nálgast nánari upplýsingar um mótið og úrslitin Skák.is og hér eru myndir frá mótinu Myndir frá skákmótinu

Prenta |

Ég er....sögupersóna

Afrakstur eins hópsins á þemadögum.Ég er .......sögupersóna II

Það er ekki einfalt mál að skrifa góða sögu. Fyrst þarf að skapa áhugaverða sögupersónu, síðan þarf að skapa söguheiminn sem sagan gerist í og að lokum þarf að skrifa söguþráðinn sjálfan. Allt þetta gerðu nemendur í skólanum þessa þrjá daga sem þemadagarnir stóðu yfir. Í dag komu síðan foreldrar í heimsókn, heilsuðu upp á börnin sín og fengu kannski að heyra eins og eina góða sögu. Eins og alltaf voru þemadagarnir ánægjulegir og hver veit nema við fáum einhverja nemendur til að segja hér á vefnum einhverjar af sögunum sem urðu til þessa daga.

Hér eru nokkrar myndir frá degi tvö og þrjú

Prenta |

Ég er ....sögupersóna

Sigrún Eldjárn segir söguÉg er....... sögupersóna I

Þemadagar byrjuðu í dag með því að góðir gestir komu í heimsókn. Það voru rithöfundarnir Sigrún Eldjárn og Gerður Kristný. Þær sögðu dálítið frá starfi rithöfundarins og auðvitað sögunum sem þær hafa skrifað. Eftir frásögn þeirra fóru nemendur í hópana sína og hófust handa við að skapa sögupersónu sem fylgir þeim alla dagana. Það var virkilega gaman að ganga um skólann í dag og sjá að ekki skortir neitt á hugmyndaflugið hjá nemendunum í Selásskóla. Fjöldinn allur af forvitnilegum persónum fæddust í Selásskóla í dag.

Sjá myndir frá deginum hér Myndir

Prenta |

Gegn einelti

Gegn einelti

Að skapa skólabrag sem einkennist af viðhorfum og gildum sem vinna gegn einelti og öðrum andfélagslegum viðhorfum og athöfnum er viðfangsefni sem sérhver skóli þarf stöðugt að vinna að. Þessi vinna er ekki alltaf áberandi en hún er stöðugt í gangi. Í gegnum tíðina hefur reynslan kennt okkur að ef árangur á að nást verða allir starfsmenn skólans og foreldrar að vera vakandi fyrir andrúmsloftinu sem ríkir í félagahópi barnanna og starfa saman að því að leiðbeina hópnum á rétta braut þegar þess þarf. Verum minnug þess að jákvæð samskipti og traust eru grunnforsenda þess að fólki líði vel í þeim hópi sem það tilheyrir. Þetta á bæði við um börn og fullorðna. Selásskóli hefur nýttt sér hugmyndafræði Dan Olweusar til að vinna að þessum málum og hvetjum við foreldra og aðra til að kynna sér hvað felst í hugmyndum hans. Í vetur var eineltiskönnun fyrir og hægt er að kynna sér niðurstöður hennar hér. Minnum á einkennisorð skólans.

Ánægja - vellíðan, samvinna - samábyrgð

Prenta |

Fleiri greinar...

  • 1
  • 2