Íslenskuverðlaun ungafólksins

Dagný Lilja Baldvinsdóttir í 4 bekk fékk verðlaun í gær á degi íslenskrar tungu í Hörpu. Fyrir afar sterka tilfinningu fyrir íslensku máli, færni í ritun og þekkingu á merkingu orða sem nýtist henni í ljóðagerð.

20161116 165207

Prenta |

Góð uppskera á kartöflum í 4. bekk

Eins og venja er í skólanum setti 3. bekkur niður kartöflur síðastliðið vor og hafa krakkarnir greinilega sett niður umhyggju og góða strauma í leiðinni því að uppskeran var með eindæmum góð. Við tókum upp í sudda og rigningu en það var samt breitt bros á hverju andliti í rigningunni.
Kíkið endilega á myndirnar hér.

forsida

Prenta |

Innkaupalisti fyrir 4.bekk

Velkominn til starfa skólaárið 2016 - 2017
Senn hefst skólastarfið og þá þurfa námsgögnin þín að vera tilbúin.
Sumt áttu eflaust frá síðasta skólaári og um að gera að nýta það.
Í vetur þarft þú að eiga eftirfarandi:

Lesa >>

Prenta |

Plánetuverkefni í 3.bekk

Nemendur í 3. bekk hafa nú lokið við verkefnið um pláneturnar. Verkefnið var unnið í litlum hópum og fékk hver hópur eina plánetu til að vinna með. Þau svöruðu spurningum um sína plánetu og leituðu svara bæði í tölvum og bókum. Í lokin voru nemendur orðnir sérfræðingar í sinni plánetu og kynntu hana fyrir bekkjarfélögum sínum og nemendum í 1. og 2. bekk.Forsida

Á myndunum má sjá stolta nemendur með verkefnin sín.

Prenta |

Innkaupalisti fyrir 3. bekk

Innkaupalisti fyrir 3. bekk 2015 - 2016

Velkomin í skólann á ný!

Lesa >>

Prenta |

  • 1
  • 2