Árgangur 2006

Landnámssýning hjá 5.bekk

Nemendur í 5.bekk voru að ljúka vinnu í samfélagsfræði þar sem fjallað var um landnám Íslands og landnámsfólkið sem hér nam land. Í þeirri vinnu unnu krakkarnir meðal annars stórt verkefni þar sem nemendur gerðu sína eigin landnema, skip og bakgrunn. Klipptu út persónurnar og gerðu um þær sögu. Notast var svo við smáforritið PuppetPals til þess að setja söguna á svið þar sem nemendur léku persónurnar í takt við gang sögunar. Horfa má á videóin með því að smella hér.

Myndir frá sýningunni má svo nálgast hér.

Prenta |

Jólabókaflóð 5. bekkjar

Nemendur í 5.bekk hafa verið að vinna í ritun verkefni þar sem tekið var fyrir orðið samskipti. Fyrst var notast við verkfæri sem kallast orðaglíma þar sem nemendur glímdu við orðið bcsamskipti, fundu út fleiri orð sem tengjast samskiptum og gerðu örsögu. Því næst var farið með örsöguna í sögurammavinnu þar sem aðeins meira kjöti var bætt við beinagrindina sem fékkst með orðglímunni.

Lesa >>

Prenta |

Vinarfriður

Einnar mínútu stuttmynd sem 7 nemendur í 5.bekk Selásskóla gerðu í boði Riff í samstarfi við Alþjóðamálastofnum Háskóla Íslands.

 

Vinarfriður from Selásskóli on Vimeo.

Prenta |

Innkaupalisti fyrir 5.bekk

Velkominn til starfa skólaárið 2016 - 2017
Senn hefst skólastarfið og þá þurfa námsgögnin þín að vera tilbúin.
Sumt áttu eflaust frá síðasta skólaári og um að gera að nýta það.
Í vetur þarft þú að eiga eftirfarandi:

Lesa >>

Prenta |