Árgangur 2004

Vísindamenn framtíðarinnar í 7. bekk

7.  bekkur var í vikunni að skoða samband massa og rúmmáls og vigtuðu meðal annars innihald skólatöskunnar sinnar. Kom m.a. fram að algengt var að venjuleg fullhlaðin  taska  vegur um það bil 3,5 kg. En þau skoðuðu líka varðveislu massa og æfðu sig í að gera skýrslur. Skoðið endilega myndirnar með því að smella hér.forsida

Prenta |

Innkaupalisti fyrir 7.bekk

Velkominn til starfa skólaárið 2016 - 2017
Senn hefst skólastarfið og þá þurfa námsgögnin þín að vera tilbúin.
Sumt áttu eflaust frá síðasta skólaári og um að gera að nýta það.
Í vetur þarft þú að eiga eftirfarandi:

Lesa >>

Prenta |

Skapandi samráð

Vikuna 8. – 12. febrúar unnu nemendur í 6. bekk í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að hverfisskipulagi.front likan 2809 Vinnan hófst með fræðslu frá starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs um sjálfbærni og vistvæn og heilsueflandi hverfi.

Lesa >>

Prenta |

Húsdýragarðurinn

Árla morguns á miðjum þorra héldum við í 6. bekk í Húsdýragarðinn. Framundan var vinnumorgunn þar sem við fengum stöðu dýrahirða.front huso 2662

Hópurinn skiptist í þrennt; nautgripa- og svínahirða, hesta- og fjárhirða ásamt hreindýra- og loðdýrahirðum. Allir fengu verkefni að vinna. Svínum og nautum var gefið, fylgst var með mjöltum, kýrnar settar út og fjós þrifið. Hestunum var gefið og þeim kembt, hesthús þrifið og geiturnar knúsaðar. Hjá hreindýrunum var skýli þrifið og þeim gefinn hreindýramosi, greni minka og refa þrifin og þeim gefið.

Lesa >>

Prenta |

Helgileikur 6. bekkjar

6. bekkur Selásskóla sýndi á sal Helgileikinn fyrir samnemendur og foreldra í desember 2015.

Helgileikur from Selásskóli on Vimeo.

Prenta |