Árgangur 2003

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Í vikunni fékk Anna Kolbrún Ólafsdóttir, nemandi í 7. bekk, nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs. Nemendaverðlaunin eru veitt þeim grunnskólanemum sem skarað hafa fram úr í námi, félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfsins.
Hver grunnskóli tilnefnir einn nemanda til þessara verðlauna. Anna Kolbrún var tilnefnd af hálfu Selásskóla fyrir:
Að leggja sig alltaf alla fram, hvort sem það er í námi, leik eða íþróttum. Anna Kolbrún er jákvæð og skemmtileg stelpa sem smitar út frá sér góðum anda. Hún hefur góða sjálfstjórn og jafnaðargeð.

Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og bókar. Þrjátíu nemendur úr 4. - 10. bekk í Reykjavík tóku við verðlaunum að þessu sinni fyrir að vera góðar fyrirmyndir á mörgum sviðum.
Við athöfnina í Vættaskóla flutti Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs ávarp og nemendur Vættaskóla voru með tónlistaratriði.

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru nú afhent í fjórtánda skipti en síðan vorið 2003 hafa árlega verið veittar viðurkenningar og verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi. 

Anna KAnna K. og foreldrar

Prenta |

7. bekkur á Reykjum

Hefð hefur skapast fyrir skólabúðardvöl nemenda elsta bekkjar Selásskóla. Farin er ein vika á ári að Reykjum í Hrútafirði. Vikan 05. – 09. október kom í okkar hlut að þessu sinni og héðan úr skólanum hélt kátur hópur nemenda í rútuferð norður yfir Holtavörðuheiði.

Sú nýbreytni var tekin upp þetta árið að Árbæjarskóli og Ártúnsskóli fóru saman með okkur á Reyki. Var þetta gert með því markmiði að hrista krakkana betur saman áður en þau sameinast í 8. bekk í Árbæjarskóla. Reykir Forsida

Þessa fimm daga sem dvalið var að Reykjum undu nemendur sér við nám og leik í frábærri náttúru og umhverfi Reykjaskóla.  Aðstaðan á Reykjum er góð bæði til úti- og inniveru, fjaran, gott íþróttahús, sundlaug og Bjarnaborg þar sem nemendur dvöldu við leik og nám. Eins og sjá má á myndinni var hópurinn glaður og margt skemmtilegt sem á daga þeirra dreif.

Prenta |

Innkaupalisti fyrir 7. bekk

Ágæti nemandi í 7. bekk.

Velkominn til starfa skólaárið 2015 - 2016
Senn hefst skólastarfið og þá þurfa námsgögnin þín að vera tilbúin.

Lesa >>

Prenta |

Fræðsluerindi um jákvæða og örugga netnotkun

Í upphafi skólaársins fengu nemendur í 6. bekk Selásskóla fræðslu um um jákvæða og örugga netnotkun. Fræðslan var á vegum Heimilis og skóla ognetoryggi SAFT sem hlutu nýlega styrk til þess að standa að fræðslu um þessi mál í 6. bekk í Reykjavík.

Lesa >>

Prenta |

Innkaupalisti fyrir 6. bekk

Ágæti nemandi í 6. bekk.

Velkominn til starfa skólaárið 2014 - 2015
Senn hefst skólastarfið og þá þurfa námsgögnin þín að vera tilbúin.

Lesa >>

Prenta |