Árgangur 2000

Reykjaferð

Reykir

Hefð hefur skapast fyrir skólabúðardvöl nemenda elsta bekkjar Selásskóla. Farin er ein vika á ári að Reykjum í Hrútafirði. Vikan 11. – 15. mars kom í okkar hlut að þessu sinni og héðan úr skóla hélt kátur hópur nemenda í rútuferð norður yfir Holtavörðuheiði.

Lesa >>

Prenta |

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lesið í stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Guðríðarkirkju í gær fimmtudaginn 22. mars. Bára og Eyþór lásu fyrir skólans hönd í keppninni. Eins og við var að búast stóðu þau sig einstaklega vel og voru skólanum sínum til mikils sóma. Það fór nú ekki svo að fulltrúar Selásskóla kæmust á verðlaunapall en engu að síður erum við stolt af þeim.

Stóra upplestrarkeppnin fer fram með þeim hætti að fyrst er keppt í kennslustofunni. Áður hafði Sofía umsjónakennari leiðbeint nemendum og þjálfað til að undirbúa þá fyrir lesturinn í stofunni. Síðan keppa sex nemendur á sal skólans en myndin hér fyrir neðan er af þeim nemendum sem komust áfram eftir lesturinn í bekknum. Að lokum er lokahátíðin haldin og þá keppa nemendur frá nokkrum skólum. Myndin hér til hliðar er af Báru og Eyþóri að lesa í lokakeppninni.

Lesa >>

Prenta |

Stóra upplestrarkeppnin

Lesið í upplestrarkeppninni

Einn af föstu liðunum í skólastarfinu hjá okkur er Stóra upplestrarkeppnin. Í dag var lokahátíðin í skólanum og tókst hún í alla staði vel. Sex nemendur í sjöunda bekk kepptu um réttinn til að keppa fyrir skólann í lokakeppninni sem verður haldin í Guðríðarkirkju í vikunni fyrir páska. Þeir sem kepptu voru Bára, Elísabet, Eyþór, Guðjón, Herdís og Oddgeir.

Lesa >>

Prenta |

Snjókorn falla

Nokkrir nemendur úr sjöunda bekk komu saman á aðventunni og æfðu upp eitt jólalag sem þau fluttu síðan af stakri snilld í upphafi jólaskemmtananna. Flytjendur eru Bjarmi, Elísabet, Ingunn, Oddgeir, Sunneva, Viktor og Þórður. Vegna fljótfærni þess sem klippti myndbandið vantar Bjarma á kreditlistann í lok myndbandsins.

Prenta |

Nauthólsvík

Úr Nauthólsvík

Nú er aldeilis veðrið til að vera úti við. Á þessum tíma skólaársins þegar farið er að hylla undir sumarfríið fara árgangar skólans gjarnan í einhverjar vorferðir. Sjötti bekkur ákvað á föstudaginn að skella sér í Nauhólsvík og njóta þar sumarblíðunnar saman. Á myndunum má sjá að það gerðu þau alveg svikalaust. Sjá myndir hér. MYndir

Prenta |