Nýbúakennsla

Ritað þann .

Gagnlegar vefslóðir (useful websites)

Þjónusta Reykjavikurborgar
Fjölvaki
Hugtakabanki í stærðfræði
Hugtakabanki í náttúrufræði
Tungumálatorgið
Íslenska sem annað mál

Nýbúakennsla er fyrir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. Kennslan felur í sér íslenskukennslu og fræðslu um íslenskt samfélag. Aðstoðarskólastjóri hefur umsjón með móttöku nýbúa og heyra málefni þeirra að öðru leiti undir nemendaverndarráð eins og önnur mál er snerta velferð nemenda. Misjafnt er hve mikillar aðstoðar er þörf og fer það eftir menningarlegum og námslegum bakgrunni hvers og eins. Mikilvægt er að huga vel að líðan nýbúa og félagstengslum og reynt er eftir megni að styrkja stöðu þeirra í nemendahópnum.

Menntasvið Reykjavíkur hefur gefið út fræðsluefni fyrir foreldra af erlendum uppruna og er það efni til á öllum þeim tungumálum sem algengust eru í grunnskólum Reykjavíkur. Þessa upplýsingabæklinga fá foreldrar afhenta þegar barnið þeirra byrjar skólagöngu í Selásskóla. Í framhaldi eru foreldrar boðaðir í viðtal ásamt túlki frá Alþjóðahúsinu. Í því viðtali er grunnupplýsingum safnað um nemandann auk þess sem upplýsingum um skólastarfið og skipulag innan hús er komið til skila.

Prenta |