Nám í móðurmálinu

Íslenska er ein mikilvægasta námsgrein grunnskólans. Hún er það sem skapar sérstöðu okkar sem þjóðar ásamt menningarfinum. Selásskóli leggur áherslu á heildstæða kennslu móðurmálsins og að nemendur öðlist færni í að koma hugsunum sínum á framfæri í ræðu, ritun og myndum. Við viljum að móðurmálskennslan ýti undir sköpun, frumkvæði og hugmyndaflug nemenda.

 

Með starfi okkar leggjum við áherslu á að þeir nái færni í lestri og skilji þann texta sem þeir lesa, hvort sem hann er að finna í bókum, blöðum eða í skjámiðlum. Þjálfun og aftur þjálfun er það sem máli skiptir og því mikilvægt að nemendur lesi og skrifi heima og þá ekki aðeins það sem skólinn setur þeim fyrir. Foreldrarnir gegna lykilhlutverki í máluppeldi barna sinna.

 

Í starfi okkar leggjum við áherslu á að nemendur okkar öðlist góða þekkingu á menningararfinum og geri sér grein fyrir mikilvægi hans og hvernig hann hefur mótað okkur sem Íslendinga.

 

Námskrá Selásskóla í móðurmálinu.

Árið 2008 kom út heildstæð námskrá í íslensku fyrir Selásskóla. Hana má nálgast í pdf útgáfu hér.

 

Kennarar skólans geta nálgast fylgiskjöl með námskránni á sameign. Slóðin er S:\Ken\namsskra islenska\Fylgisíður

 

Prenta |