Nám í list og verkgreinum

List og verkgreinar sem kenndar eru í Selásskóla eru handmennt, hönnun og smíði, myndmennt, heimilisfræði, upplýsingamennt og tónmennt. Til að stuðla að betri samfellu í námi nemenda í þessum greinum og auka samkennd og samvinnu milli þeirra eru þessar greinar fyrir utan tónmennt kenndar í lotum. Í því felst að hverjum árgangi er skipt í 5 hópa með 12 – 16 nemendum í hverjum hóp. Hver hópur fær fimm kennslustundir á viku í 7 vikur.

 

Nemendur í 1.-5. bekk fá tvær kennslustundir á viku í tónmennt.

Prenta |