Nám í íþróttum og sundi

ÁrbæjarlaugSund

Sundkennslan hefst í fyrsta bekk og fer hún fram í Árbæjarlaug. Kennslan í fyrsta til þriðja bekk fer fram í innilauginni (Áslaug) og kennslan í fjórða til sjöunda bekk fer fram í útilauginni (Djúpið). Að öllu jöfnu er bekkjum skipt í tvennt. Helmingurinn sækir sund fyrir áramót og helmingur eftir áramót. Hópastærðir eru venjulega 12 - 15 nemendur. Nemendum í fyrsta til þriðja bekk er ekið í sund og til baka en aðrir nemendur ganga.

Miðað er við að nemendur ljúki einu sundstigi á ári og stefnt er að því að nemendur hafi lokið sjöunda stigi þegar skólagöngu í Selásskóla er lokið.

Í sundi skulu stúlkur vera í sundbol (ekki bikini) og drengir í sundskýlu   ( Ekki í stuttbuxum eða víðum og síðum sundbuxum )

Athugið að ekki eru lánuð út sundföt án endurgjalds.

Íþróttir 2. - 7. bekkur 

Í ágúst og september er útitímabil,  þá þurfa nemendur að vera klæddir eftir veðri og við hæfi svo sem í íþróttagalla og strigaskóm.

Frá og með október eiga nemendur að hafa meðferðis í tösku stuttbuxur/íþróttabuxur og bol.  Nemendum 5.- 7.bekkjar er heimilt að vera í innanhússkóm. Ef nemandi mætir ekki með íþróttaföt er honum ekki heimilt að taka þátt í íþróttatímanum. Íþróttaföt eru ekki lánuð í íþróttahúsinu.

Geti nemandi af einhverjum orsökum ekki tekið þátt í íþróttatíma þarf að koma skrifleg beiðni frá foreldri eða forráðamanni.

Lokaeinkunn íþrótta miðast að stórum hluta við áhuga, samvinnu, hegðun og virkni nemenda í tímum yfir veturinn.

Muna að merkja vel sundföt, íþróttaföt og íþróttatöskur.

Ef eitthvað angrar barnið þitt hvað varðar íþróttir eða sund hafið þá samband við íþróttakennara. Með von um gott og jákvætt samstarf í vetur.

Hér má nálgast námskrá Selásskóla í íþróttum og sundi þegar hún er tilbúin.

Prenta |