Skip to content

Vorið 2019 sótti Selásskóli ásamt Vesturbæjarskóla og Ingunnarskóla um styrk hjá Þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir samstarfsverkefni í tengslum við nýja menntastefnu: AUSTUR - VESTUR Sköpunar- og tæknismiðjur í Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla.

Samstarfsverkefni þessara þriggja skóla ber yfirskriftina Austur – Vestur með vísan til legu skólanna í borgarlandinu og ákvörðun um samstarf skólanna við þróun kennsluhátta í takt við nýja tíma með því kanna og þróa möguleika sem fólgnir eru í sköpunar- og tæknismiðjum, stuðla að nýsköpun í kennslu og ýta undir fjölbreyttara nám. Aukið flæði milli námsgreina, skýr sýn á grunnþætti menntunar ásamt styrkari tengingu verkefna við daglegt líf nemenda eru til þess fallin að vekja áhuga nemenda og stuðla að krefjandi verkefnum. Þar má nefna tækniþekkingu, sköpunargleði, hugvit og samvinnu sem efla færni nemenda og víðsýni. Einnig er með verkefninu hugað að styrkleikum nemenda og bakgrunni í því skyni að styðja sem best við nám þeirra, líðan og námsumhverfi.

Rannsóknarstofa um upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) og Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf (RASK) á Menntavísindasviði koma að ráðgjöf og úttekt á verkefninu.

Hér er samantekt um verkefnið skólaárið 2019-2020 og hér er vefsvæði verkefnisins.

Menntakvika 2020 fyrri hluti

Menntakvika 2020 seinni hluti

Menntastefnumót 2021