Skip to content

Námsmat

Námsmat miðar að því að gefa örugga vitneskju um stöðu nemenda. Námstaða er könnuð með ýmsum hætti allt
skólaárið. Metið er hvernig nemandinn stendur, hafa orðið framfarir eða þarf að grípa til einhverra sérúrræða? Tilgangur
námsmats er að afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja til að leggja sig betur fram. Í
Selásskóla fá nemendur umsagnir tvisvar á ári, í febrúar og maí/júní og reynt er að koma til móts við nemendur með
frávik við próftöku. Samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir í 4. og 7. bekk í stærðfræði og íslensku í október ár hvert.