Etwinning
Árið 2020 varð Selásskóli eTwinning skóli. Að vera eTwinning skóli er liður í skólaþróun. Auk þess að starfsfólk og nemendur eflist enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi hafa eTwinning skólar tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda auk alþjóðatengsla skólans.
eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni.
eTwinning samstarf getur auðgað skólastarfið á margan hátt, víkkað sjóndeildarhring bæði nemenda og kennara og aukið færni þeirra á ýmsa vegu. eTwinning eflir þannig starfsþróun kennara og frumkvæði og áhuga nemenda.
eTwinning er hluti af menntaáætlun ESB (Erasmus+) og var hleypt af stokkunum árið 2005.