11 apr'19

Sundmót

Þriðjudaginn 26. mars kepptu 2 lið  með 16 nemendum úr 5. og 6. bekk á boðsundsmóti grunnskólanna sem haldið var í Laugardalslaug. Allir þátttakendur frá Selásskóla stóðu sig vel og höfðu gaman saman

Nánar
10 apr'19

Þemadagar

Þessa síðustu daga fyrir páskafrí eru þemadagar í Selásskóla. Unnið er með Japan og fara nemendur í aldursblönduðum hópum á mismunandi stöðvar með mismunandi verkefni á hverri stöð. Þessa þrjá daga verður skóladagur nemenda frá kl. 8:10 til 12:00. Hádegismatur hefst klukkan 11:40 og gert ráð fyrir að honum sé lokið eigi síðar en um…

Nánar
08 apr'19

Nesti og nýir skór nemendur í 1. bekk fá bók að gjöf

Í dag komu allir nemendur úr 1. bekk á skólasafnið. Tilgangurinn með heimsókninni var að sækja bókina Nesti og nýir skór, úrval úr íslenskum barnabókum sem öll sex ára börn á landinu fá að gjöf frá IBBY á Íslandi. IBBY er áhugafélag um barnamenningu og barnabókmenntir. Bókin er úrvalsbók íslenskra barnabókmennta og er útgáfa hennar…

Nánar
07 apr'19

Salur hjá 1. bekk

Nemendur í 1. bekk buðu foreldrum sínum á sal á föstudaginn. Einnig fengu nemendur í 2. -4. bekk að mæta. Nemendur fluttu nokkur flott lög undir stjórn Sigrúnar tónmenntakennara. Einnig sögðu þeir frá uppáhaldsbókinni sinni og lásu ljóð. Eftir dagskrána var foreldrum boðið að heimsækja stofuna þeirra og sjá hvað unnið hefur verið með undanfarið…

Nánar
04 apr'19

Skólabúðir að Reykjum

Dagana 25. – 29. mars dvaldi 7. bekkur skólans í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Yfir daginn tóku nemendur þátt í skipulagðri dagskrá á vegum skólabúðanna, svo sem fóru í íþróttir, lærðu náttúrufræði, fóru í ýmsa leiki og heimsóttu Byggðasafnið. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem kennarar og nemendur voru með ýmis atriði. Nemendur skólans…

Nánar
26 mar'19

Lestrarátak Ævars

Lestrarátak Ævars vísindamanns var haldið í fimmta og síðasta skiptið frá 1. janúar til 1.mars. Nemendur í Selásskóla tóku þátt eins og venjulega og voru 657 miðum skilað að þessu sinni og voru því lesnar bækur 1971. Sumir lásu meira en aðrir og var 2. bekkur sá bekkur sem las flestar bækur miðað við fjölda.…

Nánar
26 mar'19

Landnámssýning

Nemendur úr Selásskóla fóru á landnámssýninguna í Aðalstræti í tengslum við námsefnið í 5. bekk. Þau fóru með strætó og ferðin gekk mjög vel hjá báðum hópum. Á safninu lærðu þau um mismunandi gerðir víkingaskipa, föt landnámsmanna og margt fleira spennandi sem viðkemur landnámsmönnum.  

Nánar
21 mar'19

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Árbæjarkirkju í dag fimmtudaginn 21. mars. Selásskóli átti 2 fulltrúa þá Stefán Inga og Heiðar Egil. Ásamt þeim komu fram nemendur úr Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Dalskóla, Ingunnarskóla,Sæmundarskóla og Norðlingaskóla.  Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Önnu Sigrúnu…

Nánar
21 mar'19

Skipulagsdagur

Föstudaginn 22.mars er skipulagsdagur í Selásskóla og því eiga nemendur frí þann daginn. Kennarar og starfsfólk sækir námskeið og undirbýr skólastarfið fram að vori. Skóli hefst aftur mánudaginn 25. mars.

Nánar