18 jan'19

Jólalestur á skólasafni

Í desember var boðið upp á jólalestur á skólasafninu. Þá skráðu nemendur niður þær jólabækur sem þeir lásu og þegar þeir höfðu klárað 5 bækur drógu þeir gamalt jólasveinanafn og fengu bókamerki að gjöf. Ef nemendur lásu fleiri bækur þá fengu þeir límmiða aftan á bókamerkið. Nemendur voru mjög áhugasamir og lásu meira en 300 bækur á þessu…

Nánar
10 jan'19

eTwinning verkefni í 3. bekk

Þegar líða tók að jólum ákváðu þær Bergljót og Karólína umsjónarkennarar í 3. bekk að taka þátt í eTwinning verkefni sem ber yfirskriftina Let‘s Celebrate 2018-2019. Markmið verkefnisins er að beina sjónum að mismunandi jólahefðum. Nemendur útbjuggu jólakveðjur og sendu sín á milli bæði á íslensku og ensku. Um páskana verður leikurinn svo endurtekin. Mikil spenna…

Nánar
23 des'18

Jólakveðja

Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.  Skóli hefst aftur fimmtudaginn 3. janúar eftir jólaleyfi.

Nánar
19 des'18

Jólaskemmtun

Á morgun þann 20. desember verða jólaskemmtanir í Selásskóla eins og hér segir: kl. 10 fyrir 3., 4. og 7. bekk Kl. 11 fyrir 1., 2., 5. og 6. bekk

Nánar
13 des'18

5. bekkur á Árbæjarsafni

Mánudaginn 10. desember fór 5. bekkur á Árbæjarsafnið á sýninguna jólin 1959. Þar fengu nemendurnir kynningu um jólahefðir og jólasiði í gamla daga. Fengu síðan að opna pakka og í pökkunum voru gjafir svipaðar þeim sem voru í þá daga. Hér er hægt að sjá fleiri myndir 

Nánar
13 des'18

Jólapeysudagur

Miðvikudaginn 12. des var jólapeysu- jólahúfudagur hjá okkur í Selásskóla. Þá komu nemendur og starfsfólk jólalegt í skóla. Það ríkti sannur jólaandi þennan dag. 

Nánar
10 des'18

Ljósahátíð 2018

Sú venja hefur skapast í Selásskóla að nemendur í 4. bekk halda ljósahátíð. Þá erum við að halda upp á það að senn tekur daginn að lengja. Þessi hátíð var síðasta föstudag og voru 2 sýningar bæði fyrir nemendur skólans og foreldra. Nemendur stóðu sig vel og sungu svo fallega.

Nánar
07 des'18

Klukkustund kóðunar

Vikan 3. – 7.desember er alþjóðleg vika forritunar. Á síðunni Hour of Code  eru fjöldi forritunarverkefna eða áskorana fyrir krakka á aldrinum fjögurra til átján ára á mörgum tungumálum. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum. Selásskóli tók…

Nánar
06 des'18

Dagskrá í desember

Það er mikið um að vera á aðventunni í Selásskóla en á sama tíma ríkir friður og ró yfir skólahaldinu. Búið er að skreyta skólann og notlegt að koma inn í hlýjunni. Föstudaginn 7. desember verður ljósahátíð hjá 4. bekk og föstudaginn 14. desember sýnir 7. bekkur helgileikinn.  Hægt er að sjá alla dagskrána hér…

Nánar
04 des'18

Hjalti Halldórsson í heimsókn

Hjalti Halldórsson rithöfundur kom í heimsókn í Selásskóla í dag. Hann las upp úr nýju bókinni sinni „Draumurinn“ fyrir nemendur í 5. – 7. bekk. Upplesturinn fór fram á skólasafninu og stóðu flestir sig mjög vel. Bókin er komin á safnið en er stöðugt í útláni.

Nánar