Skip to content
22 mar'22

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 17. mars fóru fram undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Selásskóla en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Sjö nemendur tóku þátt í keppninni okkar þetta árið og stóðu sig öll með prýði. Úrslit keppninnar fara fram í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 30. mars kl.…

Nánar
22 mar'22

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er haldinn hátíðlegur þann 14.mars ár hvert eða á Pí deginum. Við í Selásskóla tókum heldur betur þátt í því. Nemendur unnu að margvíslegum stærðfræðilegum verkefnum og veltu fyrir sér stærðfræðinni all í kringum okkur. Myndir

Nánar
02 mar'22

Öskudagur

Í dag gerðum við okkur dagamun og héldum upp á öskudaginn með því að koma í búningum í skólann. Þar mátti sjá lítíl börn, sögupersónur, ofurhetjur og já kennara, hugmyndarflugið fékk svo sannarlega að leika lausum hala. Nemendur fræddust um þessa daga, saumuðu öskupoka og dönsuðu og fóru í leiki. Myndir

Nánar
01 mar'22

Gul veðurviðvörun

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun miðvikudaginn 2. mars, eins og staðan er núna á hún við frá kl 06:00 til kl 12:00. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Veðurstofunnar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Við bendum á leiðbeiningar fyrir foreldar/forráðamenn og starfsfólk skóla á íslensku, ensku og pólsku sem má finna hér: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Nánar
24 feb'22

Appelsínugul viðvörun enn og aftur

Enn og aftur eru veðurguðirnir að hrekkja okkur en á morgun föstudaginn 25. febrúar er apppelsínugul veðurviðvörun. Eins og staðan er núna þá gildir hún frá kl 11:00 – 17:00. Þannig að þetta á ekki við um morguninn þegar börn fara í skólann. En á við þegar börn fara heim úr skóla og eða tómstundastarfi.…

Nánar
23 feb'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2021 voru afhent í vikunni. Þau eru venjulega ahent á degi íslenskra tungu en vegna Covid var það ekki hægt. Sérhver grunnskóli tilnefnir nemendur til verðlaunanna. Að þessu sinni voru það þær Hanna Otte nemandi í 4. bekk og Þuríður Inga Olgeirsdóttir nemandi í 6. bekk sem hlutu verðlaunin…

Nánar
21 feb'22

Appelsínugul veðurviðvörun

Nú gengur yfir vont veður um land allt. Miklar líkur eru á því að þegar nemendur fara í skólann að morgni þriðjudagins 22.febrúar verði appelsínugul verðurviðvörun í gangi. Þá er mikilvægt að fylgja börninum í skólann. Röskun á skóla- og frístundastarfi – leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn. Disruptions to school and extracurricular activites – Instructions…

Nánar
16 feb'22

Vetrarfrí

Samkvæmt skóladagatali er vetrarfrí í skólum borgarinnar dagana 17. – 20. febrúar. Skólinn hefst aftur mánudaginn 21. febrúar samkvæmt stundaskrá. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis er inn á söfn fyrir fullorðna í fylgd með börnum og frítt verður í sund á tilgreindum tímum. Hér er…

Nánar
09 feb'22

Skíðað á skólatíma

Skíðað á skólatíma með 2.bekk er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt. Nemendur og kennarar úr 2.bekk fóru í dag í Ártúnsbrekkuna og tóku þátt í þessu áhugaverða verkefni. Allir voru sammála að…

Nánar
01 feb'22

100 dagar í 1. bekk

Í dag héldu nemendur í 1. bekk upp á 100 daga hátíð í tilefni af því að þeir eru búnir að vera 100 daga í skólanum. Nemendur gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Hreyfing, lestur, ritun og námshandavinna. Frábær dagur hjá nemendum og skemmtileg byrjun á skólavikunni. Myndir

Nánar