17 maí'19

Sveitaferð hjá 1. bekk

Mánudaginn 6.maí fór 1.bekkur í sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Lagt var af stað með rútu frá skólanum um 8:40 og komið að Bjarteyjarsandi um kl.10. Þar tók á móti okkur Arnheiður bóndi sem fór yfir mikilvægar reglur áður en haldið var í fjárhúsin að skoða dýrin, ærnar voru margar með nýfædd lömb, en einnig…

Nánar
16 maí'19

Ævar Þór í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson rifhöfundur og leikari kom í heimsókn til okkar í Selásskóla í dag. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna nýju bókina Óvænt endalok og lesa upp úr henni. Það voru spenntir nemendur úr 3. til 6. bekk sem komu á skólasafnið og hlustuðu á þenna flotta rifhöfund sem las spennandi kafla úr bókinni og…

Nánar
13 maí'19

Heimsókn í Tíuna

Nemendur úr 7. bekkur fóru í heimsókn í Tíuna þann 9. maí. Þar var hópnum skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk að fara inn að leika sér á meðan hinn hópurinn fór út í hópeflisleiki. Í einum leiknum áttu nemendurnir að vinna saman við að komast yfir pall á mottum en voru þó ekki…

Nánar
07 maí'19

6. bekkur í Húsdýragarðinum

Nemendur í 6.bekk fóru á vinnumorgun í Húsdýragarðinum þann 30.apríl og stóðu sig með stakri prýði. Þeim var skipt niður í 3 hópa þar sem hver hópur fékk ákveðin dýr að hugsa um, þrífa undan og gefa. Í leiðinni fræddust þau um dýrin og áttu í lokin að útbúa stutta kynningu fyrir hina hópana. Ferðin…

Nánar
03 maí'19

Let’s Celebrate 2018-2019

Nemendur og kennarar í 3. bekk hafa í vetur tekið þátt í eTwinning verkefni sem kallast Let’s Celebrate 2018-2019. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á siði og venjur í ólíkum löndum Evrópu í kringum jól og páska. Nú í kringum páskana fengu nemendur mörg litskrúðug páskakort með upplýsingum og kveðju. Þetta hangir fyrir fram…

Nánar
11 apr'19

Sundmót

Þriðjudaginn 26. mars kepptu 2 lið  með 16 nemendum úr 5. og 6. bekk á boðsundsmóti grunnskólanna sem haldið var í Laugardalslaug. Allir þátttakendur frá Selásskóla stóðu sig vel og höfðu gaman saman

Nánar
10 apr'19

Þemadagar

Þessa síðustu daga fyrir páskafrí eru þemadagar í Selásskóla. Unnið er með Japan og fara nemendur í aldursblönduðum hópum á mismunandi stöðvar með mismunandi verkefni á hverri stöð. Þessa þrjá daga verður skóladagur nemenda frá kl. 8:10 til 12:00. Hádegismatur hefst klukkan 11:40 og gert ráð fyrir að honum sé lokið eigi síðar en um…

Nánar
08 apr'19

Nesti og nýir skór nemendur í 1. bekk fá bók að gjöf

Í dag komu allir nemendur úr 1. bekk á skólasafnið. Tilgangurinn með heimsókninni var að sækja bókina Nesti og nýir skór, úrval úr íslenskum barnabókum sem öll sex ára börn á landinu fá að gjöf frá IBBY á Íslandi. IBBY er áhugafélag um barnamenningu og barnabókmenntir. Bókin er úrvalsbók íslenskra barnabókmennta og er útgáfa hennar…

Nánar
07 apr'19

Salur hjá 1. bekk

Nemendur í 1. bekk buðu foreldrum sínum á sal á föstudaginn. Einnig fengu nemendur í 2. -4. bekk að mæta. Nemendur fluttu nokkur flott lög undir stjórn Sigrúnar tónmenntakennara. Einnig sögðu þeir frá uppáhaldsbókinni sinni og lásu ljóð. Eftir dagskrána var foreldrum boðið að heimsækja stofuna þeirra og sjá hvað unnið hefur verið með undanfarið…

Nánar
04 apr'19

Skólabúðir að Reykjum

Dagana 25. – 29. mars dvaldi 7. bekkur skólans í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Yfir daginn tóku nemendur þátt í skipulagðri dagskrá á vegum skólabúðanna, svo sem fóru í íþróttir, lærðu náttúrufræði, fóru í ýmsa leiki og heimsóttu Byggðasafnið. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem kennarar og nemendur voru með ýmis atriði. Nemendur skólans…

Nánar