Fréttir - Page 2 of 4 - Selásskóli
04 des'18

Gjöf frá Osló

Samofin menning og saga Noregs og Íslands binda okkur sterkum böndum. Í gegnum árin hefur Osló gefið Reykjavíkurborg jólatré sem tákn um vináttu þjóðanna og tákn um sameiginlegar jólahefðir. Frá árinu 2016 hefur tréð komið frá Heiðmörk. Í ár ákvað borgarstjórinn í Osló að gefa skólasöfnum í Reykjavík bókapakka með fjórum Doktor Proktor bókum eftir…

Nánar
03 des'18

1. desember

Á föstudaginn síðasta þann 30. nóvember héldum við Fullveldisdaginn hátíðlegan.  Þá minntumst við 100 ára afmælis fullveldi Íslands með margvíslegum hætti hver bekkur á sinn hátt. Allir söfnuðust svo á sal og sungu ættjarðarlög. Þess má geta að í vor var þemavinna í skólanum þar sem fullveldinu var gerð mjög góð skil.

Nánar
29 nóv'18

Stöðvavinna í stærðfræði

Nemendur í 6. bekk voru áhugasamir í stærðfræðitímanum í dag. Það var stöðvavinna á dagskrá og unnið með mismunandi form. Stöðvavinna er góð leið til að auka fjölbreytni í stærðinámi en þá er nemendum skipt upp í hópa og fjölbreyttum verkefnum á stöðvar. Hver stöð tekur ákveðinn tíma og allir fá að prófa allar stöðvar.

Nánar
23 nóv'18

Endurskinsmerki

Nú í mesta skammdeginum er mikilvægt fyrir alla að nota endurskinsmerki.  Nemendur í 4. bekk ræddu þetta einmitt í dag og gerðu tilraunir. Þau mættu með vasaljós í skólann og fóru út til að kanna hversu vel endurskinsmerkin þeirra virkuðu.  Það athuguðu hversu vel þau sæjust og hvernig það breyttis eftir fjarlægð. Munum eftir endurskinsmerkjum…

Nánar
20 nóv'18

Tæknismiðja

Háskólinn í Reykjavík undir vörumerkinu Skema bauð strákunum í 5. bekk umm á tæknismiðju í dag. Verkefnið er samvinnuverkefni milli HR og Tækniskólans. Með verkefninu vill Háskólinn í Reykjavík leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á tæknimenntun á öllum skólastigum bæði fyrir nemendur og kennara. Strákarnir fengu að prófa Makey makey og höfðu gaman að.

Nánar
19 nóv'18

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu á föstudaginn á degi íslenskrar tungu. Aldrei hafa fleiri fengið verðlaunin en 67 nemendur og einn nemendahópur fengu viðurkenningu. Úr Selásskóla voru það þau Kristín Lilja Káradóttir nemandi í 6. bekk og Egill Ási Arnarsson nemandi í 4. bekk  sem fengu…

Nánar
16 nóv'18

Dagur íslenskrar tungu

Í dag á  degi íslenskrar tungu unnu nemendur með marga skemmtilega þætti tungumálsins. Sumir fengu að glíma við vísnagerð meðan aðrir skrifuðu sögur eða sögðu frá því hvaða orð þeim þótt fallegast í íslensku. Nemendur í 5. bekk fóru á leikskólana í nágrenninu og lásu fyrir nemendur þar.

Nánar
14 nóv'18

Vinadagar

Í síðustu viku voru vinadagar hér í Selásskóla. Þá unnu vinabekkir saman að ýmsum skemmtilegum verkefnum. Þá mátti sjá gleði úr mörgum andlitum og augljóst að við erum góðir vinir hér í skólanum. Fullt af skemmtilegum myndum á myndasíðu skólans.

Nánar
08 nóv'18

Starfsdagur

Mánudaginn 12. nóvember er sameiginlegur starfsdagur allra skóla í Árbæjarhverfi og fellur því öll kennsla niður þann dag.

Nánar
01 nóv'18

Ævar Þór Benediktsson í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson heimsótti Selásskóla í dag. Hann las upp úr nýrri bók sinni Þitt eigið tímaferðalag fyrir nemendur í 3. – 7. bekk. Óhætt er að segja að hann hafi vakið hrifningu hjá nemendum sem margir vildu fá bókina að láni við fyrsta tækifæri. Ævar kynnti einnig lestrarátk sitt sem verður haldið í fimmta…

Nánar