Skip to content
19 mar'21

Vinnumorgunn í húsdýragarðinum

Nemendur í 6.bekk fóru á vinnumorgun í Húsdýragarðinum á þriðjudaginnog stóðu sig með stakri prýði. Þeim var skipt niður í 3 hópa þar sem hver hópur fékk ákveðin dýr að hugsa um, þrífa undan og gefa. Í leiðinni fræddust þau um dýrin og áttu í lokin að útbúa stutta kynningu fyrir hina hópana. Ferðin var…

Nánar
14 mar'21

Lokahátíð Stóru upplestrarhátíðarinnar

Úrslit skólahverfis Árbæjar og Grafarholts í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Árbæjarkirkju þann 11.  mars. Fulltrúar okkar í keppninni voru Einar Árnason og Selma Schweitz Ágústsdóttir .  Bæði stóðu þau sig mjög vel en úrslit uðru þau að Einar varð í 1. sæti og fulltrúar Ártúnsskóla vermdu 2. og 3. sætið. Við erum afskaplega stolt…

Nánar
11 mar'21

Heimskókn í hesthúsin

Í tenglsum við þróunarverkefnið Heimahaga sem unnið er í samvinnu við leikskólana í hvefinu og Hestamannafélagið Fák fengu nemendur í 1. bekk að heimsækja hesthúsin í morgun. Þar tók Einar framkvæmdarstjóri Fáks og Gísli faðir hans  á móti hópnum. Nemendur fengu að gefa hestunum, kemba, og klappa þeim. Allir voru glaðir með heimsóknina. Myndir

Nánar
01 mar'21

Upplestrarkeppni

Enn tökum við þátt í Stóru upplestrarkeppninni hér í Selásskóla en markmiðið með henni er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Nemendur í  7. bekk hófu undirbúning að keppninni í nóvember og hafa síðan æft sig í upplestri. Undanúrslit keppninnar voru á sal skólans í gær þar sem nemendur komu saman…

Nánar
19 feb'21

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í grunnskólum Reykjavíkur dagana 22. og 23 febrúar. Skóli hefst aftur miðvikudaginn 24. febrúar. Það er von okkar að allir njóti þess að vera í fríi og finni sér eitthvað skemmtilegt að gera. Hér eru hugmyndir: Vetrarleikir Norræna húsið Þjóðminjasafnið Borgarbókasafnið

Nánar
19 feb'21

Öskudagur

Á miðvikudaginn léku bófar, löggur, skrímsli, ungabörn, gamalmenni og allskyns furðuverur lausum hala í skólanum enda héldum við upp á öskudaginn. Dagskráin var með aðeins breyttu sniði frá fyrri árum vegna fjöldtakmarkanna og hólfaskiptinga en enga að síður skemmtu nemendur sér vel. Dagurinn endaði svo á pizzum og ís. Myndir

Nánar
04 feb'21

Starfsdagur

Föstudaginn 5.febrúar er starfsdagur í Selásskóla og þá mæta nemendur ekki. Starfsfólk vinnur þá að skipulagi fyrir vorönnina. Skóli hefst aftur mánudaginn 8. febrúar.

Nánar
02 feb'21

100 daga hátíð í 1.bekk

Í gær héldu nemendur í 1. bekk upp á 100 daga hátíð í tilefni af því að þeir eru búnir að vera 100 daga í skólanum. Nemendur gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Hreyfing, lestur, ritun og námshandavinna. Frábær dagur hjá nemendum og skemmtileg byrjun á skólavikunni. Myndir

Nánar
01 feb'21

Heimsókn í Vísindasmiðjuna

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður skólahópum í heimsókn og nemendur og kennarar í 5.bekk heimsóttu þau í janúar.  Þar fengu þau fræðslu um vísindaleg málefni og kynningu á tækjum og tólum sem þau fengu að prófa. Þetta var virkilega vel heppnað og örugglega einhverjir vísindamenn framtíðarinnar í þessum hópi nemenda.  Myndir

Nánar
12 jan'21

Heimsókn í Þjóðminjasafnið

Í dag 12. janúar fóru nemendur í  3. bekkur í heimsókn  á Þjóðminjasafnið. Þeir fengu fræðslu um gamla tímann sem gaf þeim betri tengingu við  námsefnið sem  þeir luku við rétt fyrir jól um íslenska þjóðhætti. Börnin voru mjög áhugasöm og vel var tekið á móti þeim. Krakkarnir fengu að prufa að kemba ull, leika…

Nánar