Skip to content
09 des'20

Jólapeysudagur

Í gær 8. desember var jólapeysudagur hér í skólanum. Nemendur og starfsfólk mætti í jólapeysum og eða með jólasveinahúfur eða höfuðskraut. Gaman að fá aðeins jólastuðið í hús á meðan margir voru að byrja í föndri. Myndir

Nánar
01 des'20

Jólaljósaganga

Nemendur í 1. bekk létu ekki myrkrið og kuldann á sig fá og skelltu sér í göngutúr í gær mánudag. Tilgangurinn var að skoða öll fallegu jólaljósin sem hverfisbúar hafa sett upp við á svalir og í glugga. Eftir göngutúrinn stoppuðu nemendur í Rjóðrinu sem er útikennslustofan okkar og fengu heitt kakó og piparkökur. Jólaleg…

Nánar
18 nóv'20

Pappírskeðja

Nemendur í 5. og 7. bekk tókust nýlega á við pappírskeðjuáskorun! Þeim var skipt niður í 3ja manna hópa og vann hver hópur saman að einni pappírskeðju. Markmiðið var að búa til eins langa keðju og þau mögulega gátu. Hópurinn mátti í sameiningu nota eitt A3 blað, skæri og límstifti eða heftara. Þessi áskorun reyndi…

Nánar
18 nóv'20

Skipulagsdagur

Miðvikudaginn 18. nóvember er skipulagsdagur starfsfólks í Selásskóla. Þá fellur öll kennsla niður. Víðisel er opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir og hafa foreldrar fengið upplýsingar um tímasetningu.  

Nánar
16 nóv'20

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í dag á Degi íslenskrar tungu. Að þessu sinni var ekki hægt að veita þau við hátíðlega athöfn í Hörpu eins og undanfarin ár en voru þau veitt eftir sameigninlegan ljóðaflutning nemenda. Egill Ási nemandi í 6. bekk fékk verðlaunin að þessu sinni en hefur skemmtilegan orðaforða…

Nánar
15 nóv'20

Jól í skókassa

Kærar þakkir þið öll sem senduð okkur gjafir í skókassana! Það voru ánægð börn sem afhentu kennurunum sínum ýmislegt fallegt til að gefa veikum, fátækum eða munaðarlausum börnum í Úkraínu. Sum komu jafnvel með tilbúna kassa, stútfulla af allskyns gersemum. Vegna Covid ráðstafana gátum við ekki leyft 7. bekk að pakka í kassana eins og…

Nánar
06 nóv'20

Upplestur – Guðni Líndal Benediktsson

Í gær fimmtudag fengu nemendur á miðstigi  góða gest í heimsók á fjarfund þegar Guðni Líndal Benediktsson heimsóttu þau og las upp úr nýju bókinni sinni. Bókin heitir Bráðum áðan og fjallar um Söruh sem hefur verið í uppnámi síðan hún  missti mömmu sína og allt tekur breytingum þegar Elsa frænka hennar kemur aftur í…

Nánar
05 nóv'20

Bangsadagur hjá 1. bekk

Bangsadagurinn 27. október 2020 1.bekkur í Selásskóla hélt upp á alþjóðlega bangsadaginn þann 27.október. Nemendur komu með bangsa eða tuskudýr með sér í skólann þann dag, unnu fjölbreytt stærðfræði og íslenskuverkefni með bangsann sinn og fengu einnig að fara í val þar sem bangsinn þeirra var í aðalhlutverki. Myndir

Nánar
05 nóv'20

Jól í skókassa

Í ár ætlar skólasafn Selásskóla að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Við stefnum á að senda í sameiningu sjö kassa til úkraínskra barna sem þurfa á glaðningi og nokkrum nauðsynjavörum að halda Það er KFUM og KFUK sem sér um verkefnið hér á Íslandi. Það er algjörlega valfrjálst að taka þátt í þessu…

Nánar
02 nóv'20

Skólahald næstu vikur

Kæru foreldrar og forráðamenn Eins og fram hefur komið taka nú gildi breyttar reglur um skólahald vegna Covid-19. Reglugerð um takmarkanir á skólahaldi gilda næstu tvær vikur en ef um framlengingu verður að ræða mun skólinn upplýsa ykkur um það sérstaklega.  Skólahald hjá nemendum í 1. til 4. bekk verður óskert. Reglur um sóttvarnir hafa…

Nánar