Skip to content
28 nóv'19

Brunaæfing

Í dag fór fram fyrsta brunaæfing vetrarins í Selásskóla. Nemendur og starfsfólk fengu að þessu sinni að vita af aðgerðinni fyrirfram og í kjölfarið var farið  yfir verklag og framkvæmd rýmingarinnar. Nemendur stóðu sig vel og voru fljótir að koma sér út úr húsi í röðum og út á íþróttavöll. Myndir.

Nánar
20 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins eru veitt í tilefni Dags íslenskrar tungu, sem haldinn er hátíðlegur árlega á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli. Það var háðtíðleg stund í Norðurljósasal Hörpu síðastliðinn laugardag þegar…

Nánar
20 nóv'19

Gistinótt á skólasafninu

Það var heldur betur fjör þegar 26 bangsar  eða önnur mjúkdýr gistu á skólasafninu nýlega. Bangsarnir voru þó ekki alveg tilbúnir að fara að sofa heldur fundu sér ýmislegt til dundurs. Margir lásu bækur en aðrir spiluðu og tefldu. Tumi tígur  hélt sögustund og leyfði öllum að grilla sykurpúða. Sumir bangsarnir voru samt pínulítið óþekkir…

Nánar
20 nóv'19

Bjarni Fritzson í heimsókn

Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í heimsókn til okkar í Selásskóla í morgun. Hann las upp úr nýrr bók sinni um Orra óstöðvandi fyrir nemendur í 2. – 7. bekk og vakti mikla lukku og kátínu hjá nemendum. Það er gaman þegar við fáum rithöfunda í heimsókn í skólann, það brýtur upp daginn, vekur og áhuga…

Nánar
19 nóv'19

Skipulagsdagur

Þriðjudaginn 19. nóvember er skipulagsdagur í Selásskóla. Þá fellur allt skólahald niður.  

Nánar
15 nóv'19

Heimsókn á Ásmundarsafn

Áætlað var að fara með 5.bekk í Perlufestina í Hljómskálagarðinum að skoða högglistarverk eftir konur en vegna veðurs þá var okkur boðið í staðinn að kíkja á Ásmundarsafn í Laugardalnum þar sem við kynntumst aðeins sögu Ásmundar Sveinssonar og verkum hans. Við fengum líka kynningu á verkum Ólafar Nordal sem voru til sýnis á safninu.…

Nánar
15 nóv'19

Lestur á leikskólum

Í tilefni af degi íslenskra tungu þann 16.nóvember næstkomandi fór 5.bekkur úr Selásskóla í heimsókn á leikskólana í hverfinu, Rauðaborg, Heiðarborg og Blásali að lesa fyrir krakkana á leikskólanum. Nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega, reyndu að velja bækur við hæfi aldurs. Nemendur  æfðu sig að lesa  í vikunni og lögðu sig fram við að lesa…

Nánar
12 nóv'19

Skemmtilegar vinadagar

Vinadagar voru haldnir í selásskóla dagana 6. til 8.nóv og gerðu vinabekkirnir ýmislegt saman sér til skemmtunar.  Nemendur í 1. og 4. bekkur eru vinabekkir með bláan lit,  2. og 5. bekkur eru saman með rauðan lit, 3. og 6.bekkur með grænan lit og 7.bekkur er vinur allra og voru í bleiku. Vinabekkirnir hittust og…

Nánar
07 nóv'19

Vinadagar

Ágætu foreldrar/forráðamenn. Dagarnir 6., 7. og 8. nóvember eru sérstakir vinadagar hér í Selásskóla. Vinadagarnir eiga sér langa hefð hér í skólanum og tengjast alltaf baráttudeginum gegn einelti, sem að þessu sinni er á föstudeginum 8. nóvember. Á vinadögunum vinna nemendur að ýmsum verkefnum sem eiga það sammerkt að fjalla um gildi vináttunnar og fagna…

Nánar
31 okt'19

Úrslit í bangsagetraun

Á bangsadaginn var getraun á skólasafninu. Nemendur máttu giska á fjölda gúmmíbangsa í glerkrukkum. Tvær misstjórar krukkur voru fyllta með böngsum, önnur fyrir 1. – 3. bekk og hin fyrir 4. – 7. bekk. Það voru þau Ester nemandi í 1. bekk og Matthías Leó nemandi í 5. bekk sem komust næst réttum fjölda og…

Nánar