Skip to content
06 maí'22

Heiðursverðlaun á uppskeruhátíð umhverfisfréttafólks

Sjöundi bekkur Selásskóla hlaut heiðursverðlaun á uppskeruhátíð umhverfisfréttafólks sem er verkefni á vegum Landverndar. Úrslitin voru kynnt við hátíðlega viðhöfn í Safnahúsinu í dag, 6. maí 2022 og viðstaddir voru nokkrir nemendur sem fulltrúar bekkjarins, Ása Dröfn Fox umsjónarkennari og Kristín Óskarsdóttir náttúrufræðikennari. Keppnin er fyrir einstaklinga og litla hópa á grunnskóla- og framhaldsskólastigi en…

Nánar
05 maí'22

Sveitaferð hjá 1. bekk

Í dag fór 1.bekkur í árlega sveitaferð á Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Nemendur eru að læra um húsdýrin og fengu þarna góða innsýn inn í sauðfjárbúskap og þá sérstaklega sauðburðinn sem stendur sem hæst núna. Nemendur skruppu einnig í fjöruna áður en þeir nærðu sig á grilluðum pylsum. Veðrið lék við okkur þrátt fyrir kaldan vindinn.…

Nánar
04 maí'22

Skólabúðir

Dagana 25. til 29.apríl  dvaldi 7. bekkur skólans í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Með þeim voru kennarar og nemendur úr Árbæjar- og Ártúnsskóla.  Yfir daginn tóku nemendur þátt í skipulagðri dagskrá á vegum skólabúðanna,  fóru í íþróttir, lærðu náttúrufræði, fóru í ýmsa leiki og heimsóttu byggðasafnið. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem kennarar og…

Nánar
04 maí'22

Skólahljómsveitin í heimsókn

Í gær þriðjudag kom A- sveit Skólahljómsveitar Árbæjar- og Breiðholts í heimsókn til okkar. Hljóðfærin voru kynnt ásamt starfssemi sveitarinnar. Það voru nemendur í 2. og 3. bekk sem fengu að hlusta að þessu sinni og höfðu þau mjög gaman af.  Þrír nemendur úr 3. bekk spila einmitt með sveitinn þær Matthildur Mínerva, Rún og…

Nánar
29 apr'22

Vorferð hjá 6.bekk

Þann 25.apríl síðastliðinn fór 6.bekk í frábæra vorferð sem heppnaðist stórkostlega. Fyrst var farið niður á Faxaflóahöfn þar sem við fengum okkur sparinesti á höfninni. Síðan klæddum við okkur í björgunarvesti og héldum í siglingu á skipinu Rósinni. Tveir nemendur úr Háskóla Íslands, líffræðideild, tóku á móti okkur og skiptu okkur í tvo hópa. Annar…

Nánar
27 apr'22

Hjálmar frá Kiwanis

Kiwanisklúbburinn Jörfi  í samstarfi við Eimskip gaf nemendum í 1.bekk reiðhjólahjálma að gjöf í tilefni af sumri.  Síðasta mánudag kom fulltrúi þeirra Haraldur Finnsson í heimsókn í  1. bekk ásamt skólastjóra og afhenti nemendum hjálmana sem öllum var frjálst að afþakka. Það er von allra að nemendur verði duglegir að hjóla í sumar og fara…

Nánar
01 apr'22

Vel heppnaðir þemadagar

Nú í liðinni viku voru þemadagar hjá okkur í Selásskóla en þemadagar eru árlegir uppbrotsdagar þar sem nemendum er blandað þvert á árganga. Að þessu sinni var unnið með spil, leiki og leikföng og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel. Sum leikföngin sem búin voru til munu nýtast nemendum áfram. Hér eru…

Nánar
30 mar'22

Upplestrarkeppni í hverfinu

Í dag miðvikudaginn 30.mars fóru fram í Guðríðarkirkju úrslitin í Upplestrarkeppninni í Reykjavík í hverfinu okkar. Nemendur úr Selásskóla, Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Norðlingaskóla, Ingunnarskóla, Sæmundarskóla og Dalskóla tóku þátt með því að lesa hluta úr sögunni Blokkin á heimsenda eftir þær Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, því næst lásu þau valið ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur…

Nánar
29 mar'22

Þemadagar

Dagana 29. – 31. mars verða þemadagar hér í Selásskóla. Þetta eru styttri nemendadagar og verða börnin í skólanum frá kl. 8:10 – 12:10. Skólinn opnar þessa morgna á sama tíma og venjulega. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku en nesti og vatnsbrúsa er gott að hafa í litlum bakpoka. Farið verður í frímínútur…

Nánar
22 mar'22

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 17. mars fóru fram undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Selásskóla en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Sjö nemendur tóku þátt í keppninni okkar þetta árið og stóðu sig öll með prýði. Úrslit keppninnar fara fram í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 30. mars kl.…

Nánar