07 apr'19

Salur hjá 1. bekk

Nemendur í 1. bekk buðu foreldrum sínum á sal á föstudaginn. Einnig fengu nemendur í 2. -4. bekk að mæta. Nemendur fluttu nokkur flott lög undir stjórn Sigrúnar tónmenntakennara. Einnig sögðu þeir frá uppáhaldsbókinni sinni og lásu ljóð. Eftir dagskrána var foreldrum boðið að heimsækja stofuna þeirra og sjá hvað unnið hefur verið með undanfarið…

Nánar
04 apr'19

Skólabúðir að Reykjum

Dagana 25. – 29. mars dvaldi 7. bekkur skólans í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Yfir daginn tóku nemendur þátt í skipulagðri dagskrá á vegum skólabúðanna, svo sem fóru í íþróttir, lærðu náttúrufræði, fóru í ýmsa leiki og heimsóttu Byggðasafnið. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem kennarar og nemendur voru með ýmis atriði. Nemendur skólans…

Nánar
26 mar'19

Lestrarátak Ævars

Lestrarátak Ævars vísindamanns var haldið í fimmta og síðasta skiptið frá 1. janúar til 1.mars. Nemendur í Selásskóla tóku þátt eins og venjulega og voru 657 miðum skilað að þessu sinni og voru því lesnar bækur 1971. Sumir lásu meira en aðrir og var 2. bekkur sá bekkur sem las flestar bækur miðað við fjölda.…

Nánar
26 mar'19

Landnámssýning

Nemendur úr Selásskóla fóru á landnámssýninguna í Aðalstræti í tengslum við námsefnið í 5. bekk. Þau fóru með strætó og ferðin gekk mjög vel hjá báðum hópum. Á safninu lærðu þau um mismunandi gerðir víkingaskipa, föt landnámsmanna og margt fleira spennandi sem viðkemur landnámsmönnum.  

Nánar
21 mar'19

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Árbæjarkirkju í dag fimmtudaginn 21. mars. Selásskóli átti 2 fulltrúa þá Stefán Inga og Heiðar Egil. Ásamt þeim komu fram nemendur úr Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Dalskóla, Ingunnarskóla,Sæmundarskóla og Norðlingaskóla.  Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Önnu Sigrúnu…

Nánar
21 mar'19

Skipulagsdagur

Föstudaginn 22.mars er skipulagsdagur í Selásskóla og því eiga nemendur frí þann daginn. Kennarar og starfsfólk sækir námskeið og undirbýr skólastarfið fram að vori. Skóli hefst aftur mánudaginn 25. mars.

Nánar
08 mar'19

Út í geim

Nemendur í 3. bekk hafa verið að vinna með verkefni tengd himingeimnum. Í vikunni skruppu þeim út í geim til að skoða betur Júpiter, Mars og aðrar plánetur. Þetta gerðu þau með því að nota sýndarveruleikagleraugu, en þá er sími settur í gleraugun og kennari stýrir ferðinni. Þegar síminn er settur í sýndarveruleikagleraugu lokast fyrir…

Nánar
08 mar'19

Upplestrarkeppnin

Enn tökum við þátt í Stóru upplestrarkeppninni hér í Selásskóla en markmiðið með henni er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Nemendur 7. bekkja hófu undirbúning að keppninni í nóvember og hafa síðan æft sig í upplestri. Undanúrslit keppninnar voru á sal skólans í gær þar sem nemendur komu saman ásamt…

Nánar
07 mar'19

Öskudagur tókst vel

Það heldur betur fjör í Selásskóla í gær á öskudaginn. Hér sveimuðu ýmsar furðuverur um skólann og allir skemmtu sér vel. Nemendur hlustuðu á fróðleik um öskudag, saumuðu öskupoka, fóru í leiki og dönsuðu. Hér má sjá myndir frá deginum.

Nánar