Skip to content
16 apr'21

Heimsókn í Vísindasmiðjuna

Nemendur í 7.bekk fóru  í heimsókn í Vísindasmiðjuna nýlega og lærðu margt skemmtilegt. Þau lærðu um DNA og lífverur og að veirur væru ekki með DNA. Þau lærðu líka um rafmagn og hvernig leiðni þess er sáu pendúl sem teiknaði myndir og hvernig sandur fer í munstur þegar spilað er á boga á sama borði…

Nánar
05 apr'21

Skóli eftir páska

Kæru foreldrar Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við ríkjandi takmarkanir. Nemendur…

Nánar
24 mar'21

Hertar aðgerðir

Í ljósi nýjustu frétta um hertar aðgerðir vegna Covid-19 verður skólanum lokað fram að páskaleyfi . Nemendur fara því í snemmbúið páskafrí þetta árið. Boðað hefur verið til fundar með skólastjórum í kvöld og munum við upplýsa ykkur um leið og við vitum meira. Ef þið þurfið að sækja óskilamuni þá verðum við með opið…

Nánar
23 mar'21

Skólabúðir að Reykjum

Dagana 15.-19. mars dvaldi 7. bekkur skólans í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Með þeim voru kennarar og nemendur úr Árbæjar- og Ártúnsskóla.  Yfir daginn tóku nemendur þátt í skipulagðri dagskrá á vegum skólabúðanna,  fóru í íþróttir, lærðu náttúrufræði, fóru í ýmsa leiki og heimsóttu byggðasafnið. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem kennarar og nemendur…

Nánar
19 mar'21

Vinnumorgunn í húsdýragarðinum

Nemendur í 6.bekk fóru á vinnumorgun í Húsdýragarðinum á þriðjudaginnog stóðu sig með stakri prýði. Þeim var skipt niður í 3 hópa þar sem hver hópur fékk ákveðin dýr að hugsa um, þrífa undan og gefa. Í leiðinni fræddust þau um dýrin og áttu í lokin að útbúa stutta kynningu fyrir hina hópana. Ferðin var…

Nánar
14 mar'21

Lokahátíð Stóru upplestrarhátíðarinnar

Úrslit skólahverfis Árbæjar og Grafarholts í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Árbæjarkirkju þann 11.  mars. Fulltrúar okkar í keppninni voru Einar Árnason og Selma Schweitz Ágústsdóttir .  Bæði stóðu þau sig mjög vel en úrslit uðru þau að Einar varð í 1. sæti og fulltrúar Ártúnsskóla vermdu 2. og 3. sætið. Við erum afskaplega stolt…

Nánar
11 mar'21

Heimskókn í hesthúsin

Í tenglsum við þróunarverkefnið Heimahaga sem unnið er í samvinnu við leikskólana í hvefinu og Hestamannafélagið Fák fengu nemendur í 1. bekk að heimsækja hesthúsin í morgun. Þar tók Einar framkvæmdarstjóri Fáks og Gísli faðir hans  á móti hópnum. Nemendur fengu að gefa hestunum, kemba, og klappa þeim. Allir voru glaðir með heimsóknina. Myndir

Nánar
01 mar'21

Upplestrarkeppni

Enn tökum við þátt í Stóru upplestrarkeppninni hér í Selásskóla en markmiðið með henni er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Nemendur í  7. bekk hófu undirbúning að keppninni í nóvember og hafa síðan æft sig í upplestri. Undanúrslit keppninnar voru á sal skólans í gær þar sem nemendur komu saman…

Nánar
19 feb'21

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í grunnskólum Reykjavíkur dagana 22. og 23 febrúar. Skóli hefst aftur miðvikudaginn 24. febrúar. Það er von okkar að allir njóti þess að vera í fríi og finni sér eitthvað skemmtilegt að gera. Hér eru hugmyndir: Vetrarleikir Norræna húsið Þjóðminjasafnið Borgarbókasafnið

Nánar
19 feb'21

Öskudagur

Á miðvikudaginn léku bófar, löggur, skrímsli, ungabörn, gamalmenni og allskyns furðuverur lausum hala í skólanum enda héldum við upp á öskudaginn. Dagskráin var með aðeins breyttu sniði frá fyrri árum vegna fjöldtakmarkanna og hólfaskiptinga en enga að síður skemmtu nemendur sér vel. Dagurinn endaði svo á pizzum og ís. Myndir

Nánar