Skip to content
15 okt'21

Bleikur dagur

Í dag var bleikur dagur um allt lang og auðvitað tókum við í Selásskóla þátt. Nemendur og starfsfólk mættu í einhverju bleiku til að sýna samstöðu með konum sem greinst hafa með krabbamein.

Nánar
20 sep'21

Gul viðvörun

Á morgun þriðjudag er gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, viðvörunin er í gildi á þeim tíma þegar börn eru á leið heim úr skóla. Sjá frekari upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir   Við minnum á leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn varðandi röskun á skólastarfi: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Nánar
16 sep'21

Lestrarátak

Á skóladagatali Selásskóla fyrir þetta skólaár eru tvö lestrarátök. Það fyrra stóð yfir dagana 6.-13. september og var megin áherslan lögð á aukinn lestur og orðaforða. Umsjónarkennarar gáfu börnunum lengri tíma en venjulega til lesturs þessa daga og voru þau hvött til að lesa sem flestar bækur. Eftir hverja bók voru börnin beðin um að…

Nánar
10 sep'21

Ólympíuhlaup

Í gær fimmtudaginn 9. september nýttum við haustsólina og fórum út. Tilefnið var að taka þátt í Ólympíuhlaupinu sem er árlegur viðburður sem skólar um allt land taka þátt í. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur…

Nánar
25 ágú'21

Fyrsti skóladagurinn hjá fyrsta bekk

Það hafa allir nemendur í Selásskóla hafið störf því í dag var fyrsti skóladagurinn hjá yngstu nemendum skólans í 1. bekk. Það var líf og fjör og margt sem þurfti að læra strax þennan fyrsta dag. En nemendur voru glaðir og kátir og tilbúnir í þessa vegferð. Það verður gaman að verða þeim samferða næstu…

Nánar
12 ágú'21

Skólabyrjun

Nú styttist í skólabyrjun og hlökkum við til að hitta börnin eftir sumarleyfið. Við förum aftur af stað í „veiruástandi“ ef svo má að orði komast og verður skólasetning mánudaginn 23. ágúst með sama  sniði  og í fyrra en skólastarfið verður þó með hefðbundnum hætti. Nemendur í 2. – 7. bekk mæta án foreldra og…

Nánar
25 jún'21

Sumarfrí

Skrifstofa Selásskóla verður lokuð vegna sumarleyfa frá  25. júní  til 4. ágúst. Hægt er að senda skólastjóra póst á netfangið: rosa.hardardottir@rvkskolar.is

Nánar
21 jún'21

Útskrift 7. bekkjar

Fimmtudaginn 10. júní var útskrift hjá elstu nemendum skólans og þrítugusta og fimmta skólaári Selásskóla slitið. Við athöfnina fluttu nemendur ljóð og rifjuðu upp liðin ár. Þau Fannar Bergþórsson og Jórunn Hekla Hauksdóttir spiliðu nokkur lög á píanó. Rósa Harðardóttir skólastjóri flutti ræðu við þetta tilefni og minnti nemendur á að fylgja hjartanum. Við athöfnina…

Nánar
09 jún'21

Skólaslit

Nú er sumarið handan við hornið og líður að skólalokum. Síðasti kennsludagur er miðvikudaginn 9.júni og skólaslit verða fimmtudaginn 10.júni eins og hér segir: kl. 9 – 9:45 1. til 3. bekkur kl. 10- 10:45 4. til 6. bekkur Skólaslit í 7. bekk verða kl. 14 þennan sama dag með dagskrá á sal fyrir nemendur…

Nánar
09 jún'21

Útskriftarferð

Sjöundi bekkur fór í óvissuútskriftarferð mánudaginn 7.júní. Við mættum öll kl.8.00 og héldum af stað í rútu, eins og við værum að fara austur fyrir fjall en beygðum inn í Norðlingaholtið þar sem við byrjuðum á klukkutímasprikli í Fylkisselinu, fimleikaheimilinu. Eftir það fengum við glæsilegan ávaxtabakka frá Palla kokki sem börnin voru mjög ánægð með.…

Nánar