08 mar'19

Út í geim

Nemendur í 3. bekk hafa verið að vinna með verkefni tengd himingeimnum. Í vikunni skruppu þeim út í geim til að skoða betur Júpiter, Mars og aðrar plánetur. Þetta gerðu þau með því að nota sýndarveruleikagleraugu, en þá er sími settur í gleraugun og kennari stýrir ferðinni. Þegar síminn er settur í sýndarveruleikagleraugu lokast fyrir…

Nánar
08 mar'19

Upplestrarkeppnin

Enn tökum við þátt í Stóru upplestrarkeppninni hér í Selásskóla en markmiðið með henni er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Nemendur 7. bekkja hófu undirbúning að keppninni í nóvember og hafa síðan æft sig í upplestri. Undanúrslit keppninnar voru á sal skólans í gær þar sem nemendur komu saman ásamt…

Nánar
07 mar'19

Öskudagur tókst vel

Það heldur betur fjör í Selásskóla í gær á öskudaginn. Hér sveimuðu ýmsar furðuverur um skólann og allir skemmtu sér vel. Nemendur hlustuðu á fróðleik um öskudag, saumuðu öskupoka, fóru í leiki og dönsuðu. Hér má sjá myndir frá deginum.

Nánar
05 mar'19

Öskudagur

Á morgun  miðvikudaginn 6. mars er öskudagur og þá er skóladagurinn óhefðbundinn. Nemendur mæta kl.8:10 eins og venjulega og taka þátt í skemmtilegum viðfangsefnum. Hádegismat lýkur kl. 12 og fara þá nemendur heim nema þeir sem eiga að vera í Víðiseli. Að venju mega nemendur mæta í búningum þennan dag og ekki ólíklegt að draugar,…

Nánar
28 feb'19

Verðlaun í smásagnasamkeppni

Félag enskukennara á Íslandi efnir árlega til smásagnakeppni fyrir nemendur í grunnskólum landsins. Í gær voru afhent verðlaun  fyrir árið 2018. Verðlaunahöfundum , foreldrum og kennurum var boðið á Bessastaði þar sem Eliza Reid, forsetafrú, tók á móti ungum og efnilegum rithöfundum og var þeim afhent verðlaun við hátíðlega athöfn. Christian Logi Sigurðsson nemandi í…

Nánar
21 feb'19

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í Selásskóla dagana 25. og 26. febrúar. Skóli hefst aftur samkvæmt stundatöflum miðvikudaginn 27. febrúar. Fjölskyldan er hvött til að vera saman í vetrarfríinu og foreldrar/forráðamenn geta sótt ókeypis frístund og menningu séu þau í fylgd barna. Skapandi smiðjur og samvera verður í öllum Borgarbókasöfnum.  Það verður skipulögð dagskrá og frítt inn á…

Nánar
08 feb'19

Heimsókn í Perluna

Nemendum í 4. bekk var boðið í heimsókn í Perluna í dag. Þar fengu þeir að sjá sýninguna Undur í íslenskri náttúru og Vatnið í náttúru Íslands.  Nemendur upplifðu íslenska náttúru á einstakan hátt. Kraftur eldgosa, eðli jökla, undur hafdjúpanna, og stórkostleg fuglabjörg er meðal þess sem hægt var að upplifa þessari mögnuðu sýningu. Útkoman…

Nánar
05 feb'19

Foreldraviðtöl og starfsdagur

Miðvikudaginn 6. febrúar eru foreldraviðtöl í Selásskóla. Þá mæta nemendur með forráðamönnum á þeim tíma sem þeim hefur verið úthlutað. Farið er yfir stöðu nemenda og markmið vorannar. Fimmtudaginn 7. febrúar er starfsdagur starfsfólks í skólanum þar sem við undirbúum starfið framundan. Báða þessa daga fellur niður allt skólahald og nemendur mæta aftur samkvæmt stundasrká…

Nánar
01 feb'19

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt: að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi Við í Selásskóla tókum þátt með margvíslegum hætti en…

Nánar
23 jan'19

Lestrarátak í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk fóru í lestrarátak nú í janúar. Markmiðið var að ná að lesa 1500 orð upphátt á 7 dögum. Þau náðu því og gott betur en það, lesin voru 2571 orð og fengu nemendur í veðlaun að fara í íþróttasalinn að leika og sprella sem vakti mikla lukku.  

Nánar