24 maí'19

Starfsdagur

Mánudaginn 27.maí er starfsdagur í Selásskóla og þá eiga nemendur frí.

Nánar
17 maí'19

Vísindakistan hjá 4. bekk

Fjórði bekkur fór í vettvangsferð niður í Ártúnsholt hjá skíðabrekkunni. Þau gengu niður dalinn og horfðu á fuglalífið, tíndum snigla og nutum þess að vera úti í góða veðrinu. Ferðinni var heitið að  skúr sem kallaður er Vísindakistan, en Gufunesbær hefur útbúið verkefni og aðstöðu fyrir skóla til þess að gera alls konar útiverkefni. Nemendur …

Nánar
17 maí'19

Sveitaferð hjá 1. bekk

Mánudaginn 6.maí fór 1.bekkur í sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Lagt var af stað með rútu frá skólanum um 8:40 og komið að Bjarteyjarsandi um kl.10. Þar tók á móti okkur Arnheiður bóndi sem fór yfir mikilvægar reglur áður en haldið var í fjárhúsin að skoða dýrin, ærnar voru margar með nýfædd lömb, en einnig…

Nánar
16 maí'19

Ævar Þór í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson rifhöfundur og leikari kom í heimsókn til okkar í Selásskóla í dag. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna nýju bókina Óvænt endalok og lesa upp úr henni. Það voru spenntir nemendur úr 3. til 6. bekk sem komu á skólasafnið og hlustuðu á þenna flotta rifhöfund sem las spennandi kafla úr bókinni og…

Nánar
13 maí'19

Heimsókn í Tíuna

Nemendur úr 7. bekkur fóru í heimsókn í Tíuna þann 9. maí. Þar var hópnum skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk að fara inn að leika sér á meðan hinn hópurinn fór út í hópeflisleiki. Í einum leiknum áttu nemendurnir að vinna saman við að komast yfir pall á mottum en voru þó ekki…

Nánar
07 maí'19

6. bekkur í Húsdýragarðinum

Nemendur í 6.bekk fóru á vinnumorgun í Húsdýragarðinum þann 30.apríl og stóðu sig með stakri prýði. Þeim var skipt niður í 3 hópa þar sem hver hópur fékk ákveðin dýr að hugsa um, þrífa undan og gefa. Í leiðinni fræddust þau um dýrin og áttu í lokin að útbúa stutta kynningu fyrir hina hópana. Ferðin…

Nánar
03 maí'19

Let’s Celebrate 2018-2019

Nemendur og kennarar í 3. bekk hafa í vetur tekið þátt í eTwinning verkefni sem kallast Let’s Celebrate 2018-2019. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á siði og venjur í ólíkum löndum Evrópu í kringum jól og páska. Nú í kringum páskana fengu nemendur mörg litskrúðug páskakort með upplýsingum og kveðju. Þetta hangir fyrir fram…

Nánar
11 apr'19

Sundmót

Þriðjudaginn 26. mars kepptu 2 lið  með 16 nemendum úr 5. og 6. bekk á boðsundsmóti grunnskólanna sem haldið var í Laugardalslaug. Allir þátttakendur frá Selásskóla stóðu sig vel og höfðu gaman saman

Nánar
10 apr'19

Þemadagar

Þessa síðustu daga fyrir páskafrí eru þemadagar í Selásskóla. Unnið er með Japan og fara nemendur í aldursblönduðum hópum á mismunandi stöðvar með mismunandi verkefni á hverri stöð. Þessa þrjá daga verður skóladagur nemenda frá kl. 8:10 til 12:00. Hádegismatur hefst klukkan 11:40 og gert ráð fyrir að honum sé lokið eigi síðar en um…

Nánar
08 apr'19

Nesti og nýir skór nemendur í 1. bekk fá bók að gjöf

Í dag komu allir nemendur úr 1. bekk á skólasafnið. Tilgangurinn með heimsókninni var að sækja bókina Nesti og nýir skór, úrval úr íslenskum barnabókum sem öll sex ára börn á landinu fá að gjöf frá IBBY á Íslandi. IBBY er áhugafélag um barnamenningu og barnabókmenntir. Bókin er úrvalsbók íslenskra barnabókmennta og er útgáfa hennar…

Nánar