Skip to content
25 nóv'22

Umhverfisnefnd

Selásskóli tekur þátt í verkefninu Skólar á grænni grein og því starfar umhverfisnefnd í skólanum. Í henni sitja fulltrúar kennara, stjórnenda og starfsfólks ásamt tveimur nemendum úr öllum árgöngum. Fyrsti fundur nefndarinnar var nú nýlega þar sem farið var yfir starf vetrarins og hlutverk nefndarmanna.  Nemendur í umhverfisnefnd fengu svo það hlutverk að kynna verkefni…

Nánar
20 okt'22

Haustfrí

Nú er komið að haustfríi hjá okkur. Skólinn er lokaður á morgun 21.október, máudaginn 24.október og þriðjudaginn 25.október. Þó við séum í fríi ætti enginn að þurfa að láta sér leiðast. Hér eru nokkrar hugmyndir að afþreyingu: https://borginokkar.is/search-content?search=haustfr%C3%AD https://borgarbokasafn.is/haustfri-2022 Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26.október. Vonandi munu allir njóta þess að eiga frí í þessu…

Nánar
11 okt'22

Foreldraviðtöl

Samkvæmt skóladagatali eru foreldraviðtöl þriðjudaginn 11.október. Umsjónarkennarar hitta þá foreldra og börn annað hvort í skólanum eða á fjarfundi. Eins og venjulega fellur öll kennsla niður þennan dag en Víðisel er opið fyrir þá sem það hafa pantað.  

Nánar
24 ágú'22

Morgunverðarfundir

Ágætu foreldrar barna í Selásskóla Við bjóðum ykkur velkomna til samstarfs skólaárið 2022 – 2023. Þar sem heftur aðgangur hefur verið að skólanum síðustu 2 árin viljum við bjóða ykkur til kynningarfundar með skólatjórnendum í þessari og næstu viku. Á fundunum munum við fara yfir áherslur í skólastarfinu og eiga notalegt spjall við ykkur. Hver…

Nánar
17 ágú'22

Nú er sumri tekið að halla og skólabyrjun fram undan. Skólasetning verður með öðru sniði en venjulega því fullur skóladagur verður þann dag.   Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst eins hér segir: Nemendur í 2. til 4. bekk mæta kl. 8:10 á sal skólans Nemendur í 5. til 7. bekk mæta 8:30 á sal skólans…

Nánar
25 júl'22

Sumarlokun

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 24. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi miðvikudaginn 3. ágúst. Skólasetning og fyrsti skóladagur hjá nemendum í 2. til 7. bekk verður mánudaginn 22. ágúst 2022. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum um miðjan ágúst. Starfsfólk Selásskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars…

Nánar
08 jún'22

Útskrift 7. bekkjar

Í gær þriðjudaginn 7. júni útskrifaðist flottur hópur nemenda úr Selásskóla. Í haust munu þau hefja skólanám á nýjum slóðum. Við athöfnina voru fluttar ræður, ljóðaupplestur og tónlistaratriði.  Úrslit í ljóðasamkeppni voru gerð kunn og svo gæddum við okkur á gómsætum veitingum. Við óskum þessum flotta hópi til hamingju á þessum tímamótum og óskum þeim…

Nánar
25 maí'22

Körfuboltavöllur vígður

Í dag miðvikudaginn 25.maí var flotti körfuboltavöllurinn okkar loksins vígður. Hann var tekin í notkun seint í haust og vegna veðurs hafði ekki tekist að vígja hann formlega fyrr en nú. Þau Stefanía og Bergþór íþróttakennarar við skólann stýrðu hátíðinni en allir nemendur skólans tóku þátt með því að sýna listir sínar með körfubolta. Völlur…

Nánar
24 maí'22

Nemendaverðlaun SFS

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Rimaskóla í gær mánudaginn 23. maí.  Þetta er í tuttugasta skipti sem verðlaunin eru afhent til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi. Það voru 34 börn úr 3. til 10 bekk úr skólum borgarinnar sem fengu viðurkenningu að þessu…

Nánar
16 maí'22

Astrid Lindgren lestrarátak

Fyrstu tvær vikurnar í maí héldum við skemmtilegt lestrarátak í Selásskóla þar sem áherslan var lögð á lestrargleði, mikinn lestur og bækur Astridar Lindgren. Nemendur lásu mikið, bæði heima og í skólanum. Ýmsar bækur voru lesnar en einkum lásum við bækur eftir Astrid Lindgren. Bókunum hennar var stillt upp á skólasafninu og svo fengu allir…

Nánar