16 nóv'18

Dagur íslenskrar tungu

Í dag á  degi íslenskrar tungu unnu nemendur með marga skemmtilega þætti tungumálsins. Sumir fengu að glíma við vísnagerð meðan aðrir skrifuðu sögur eða sögðu frá því hvaða orð þeim þótt fallegast í íslensku. Nemendur í 5. bekk fóru á leikskólana í nágrenninu og lásu fyrir nemendur þar.

Nánar
14 nóv'18

Vinadagar

Í síðustu viku voru vinadagar hér í Selásskóla. Þá unnu vinabekkir saman að ýmsum skemmtilegum verkefnum. Þá mátti sjá gleði úr mörgum andlitum og augljóst að við erum góðir vinir hér í skólanum. Fullt af skemmtilegum myndum á myndasíðu skólans.

Nánar
08 nóv'18

Starfsdagur

Mánudaginn 12. nóvember er sameiginlegur starfsdagur allra skóla í Árbæjarhverfi og fellur því öll kennsla niður þann dag.

Nánar
01 nóv'18

Ævar Þór Benediktsson í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson heimsótti Selásskóla í dag. Hann las upp úr nýrri bók sinni Þitt eigið tímaferðalag fyrir nemendur í 3. – 7. bekk. Óhætt er að segja að hann hafi vakið hrifningu hjá nemendum sem margir vildu fá bókina að láni við fyrsta tækifæri. Ævar kynnti einnig lestrarátk sitt sem verður haldið í fimmta…

Nánar
01 nóv'18

Heimsókn í Norræna húsið

Fimmtudaginn 31. október fórum nemendur og kennarar í 4. bekk í Norræna húsið að gera verkefni um barnabókaflóðið sem  Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði og gerði. Nemendur fengu að fara í gegnum allskonar herbergi með Kristínu til þess að útbúa vegabréf með sögupersónu, sögusviði, upphafi og endi. Þeir  fengum einnig að fara í kósýhorn og lesa, klæða…

Nánar
30 okt'18

Verðlaun í bangsagetraun

Síðasta föstudag héldum við í Selásskóla upp á bangsadaginn. Þá gátu nemendur komið á safnið og tekið þátt í getraun. Giskað var á fjölda gúmmibangsa sem voru í glerkrukkum. Úrslitin lágu fyrir í gær og voru það Pétur Óli í 6. bekk og Birgir Steinn í 3. bekk sem komust næst réttum tölum. Fengu þær…

Nánar
26 okt'18

Bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27.október ár hvert og þar sem sá dagur er á laugardegi í ár tókum við forskot á sæluna og héldum upp á hann í dag þann 26. október. . Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore „Teddy“ Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og er hann haldinn hátíðlegur víða um heim. Roosevelt var mikil skotveiðimaður…

Nánar
17 okt'18

Haustfrí í skólum borgarinnar

Haustfrí verður í öllum skólum Reykjavíkurborgar dagana 18. – 22. október. Skóli hefst aftur eftir frí þriðjudaginn 23. október samkvæmt stundaskrá. Vekjum athgyli á fjölbreyttri dagskrá í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum borgarinnar, bókasöfnum, sundlaugum og menningarstofnunum. Hér er samantekt á því helsta sem hægt er að hafa fyrir stafni.

Nánar
11 okt'18

Hand- og fótboltamót

Sunnudaginn 23. september fór fram grunnskólamót í handbolta á vegum Fylkis fyrir skólana í hverfinu þ.e Ártúnsskóli, Árbæjarskóli, Selásskóli og Norðlingaskóli. Keppt var í 5-7.bekk bæði stráka og stelpulið. Selásskóli sendi keppendur í 5. bekk stráka (sem fengu lánað 2 stelpur í 6.bekk og einn strák úr 5. bekk Árbæjarskóla), 6. bekk stráka- og stelpulið…

Nánar
08 okt'18

Foreldraviðtöl og skipulagsdagur

Þriðjudaginn 8. október eru foreldraviðtöl hér í Selásskóla. Þá koma nemendur með foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara. Miðvikudaginn 9. október er skipulagsdagur starfsfólks skólans og nemendur í fríi. Opið er í Víðiseli báða dagana fyrir þá nemendur sem hafa skráð sig. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 10 okt.

Nánar