Upplestrarkeppni
Fimmtudaginn 9. mars fóru fram undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Selásskóla en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Sjö nemendur tóku þátt í keppninni okkar þetta árið og stóðu sig öll með prýði. Úrslit keppninnar fara fram í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 23.mars kl. 15:00 en…
NánarHeimsókn í Borgarleikhúsið
Nemendur í 5. bekk fóru í heimsókn í Borgarleikhúsið í síðustu viku að sjá Kjarval. Sýningin fjallar um Jóhann Sveinsson Kjarval, listmálarann sem fór sínar eigin leiðir og kenndi íslendingum að sjá fegurðina í náttúrunni. Nemendur voru sér og skólanum sínum til sóma á sýningunni og voru eftir hana forvitin um þennan fræga listmálara og…
NánarSexan
Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir ungt fólk um mörk og samþykki en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Nemendur í 7. bekk höfðu tækifæri til að senda inn stuttmyndir og skemmst frá því að segja þá unnu 8 stelpur í bekknum fyrstu verðlaun í þessari samkeppni með stuttmynd um tælingu. RÚV og fulltrúar lögreglunar…
NánarForeldraviðtöl
Föstudaginn 3. febrúar verða nemendastýrð foreldraviðtöl í Selásskóla. Nemendur mæta þá í skólann með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara. Það eru nemendur sem stýra viðtalinu og upplýsa foreldra sína um hvað þeir eru að gera í skólanum.Þetta er skertur dagur þar sem nemendur mæta einungis með foreldrum sínum / forráðamönnum í boðað viðtal.Athugið að…
NánarHeimsókn í Perluna
Nemendum í 5. bekk heimsóttu Perluna í síðustu viku. Þar fengu þeir að sjá sýninguna Undur í íslenskri náttúru og Vatnið í náttúru Íslands. Nemendur upplifðu íslenska náttúru á einstakan hátt. Kraftur eldgosa, eðli jökla, undur hafdjúpanna, og stórkostleg fuglabjörg er meðal þess sem hægt var að upplifa þessari mögnuðu sýningu. Útkoman er hreint undur…
NánarVinnumorgun í húsdýagarðinum
Í gær fimmtudaginn 19.janúar fóru nemendur í 6. bekk í húsdýragarðinn. Þar sóttu þeir námskeið undir leiðsögn starfsmanna í garðinum. Nemendur fengu tækifæri til að hriða um dýrin og fengu fræðslu um landbúnaðarstörf. Nemendur stóðu sig mjög vel og höfðu starfsmenn garðsins orð á því hversu góður þessi hópur var. Það gladdi okkur mikið að…
NánarSkíðað á skólatíma
Skíðað á skólatíma með 2.bekk er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt. Nemendur og kennarar úr 2.bekk fóru í gær mánudaginn 16.janúar í Grafarvogsbrekku og tóku þátt í þessu áhugaverða verkefni. Allir voru…
NánarRegnbogavottun
Selásskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem hinseginvænn vinnustaður. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Vottunin er hluti af því að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Hér má sjá nánari upplýsingar um regnbogavottun Reykjavíkurborgar.
NánarGleðileg jól
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Selásskóla. Nú erum við komin í jólafrí og vonandi munu allir njóta þess með sínu fólki. Við hlökkum til að sjá ykkur þriðjudaginn 3.janúar 2023. Kær kveðja Starfsfólk Selásskóla
NánarLjósahátíð og leikrit
Þessa síðustu viku fyrir jóla hefur verið jólalegt í skólanum hjá okkur. Nemendur hafa föndrað og sungið jólalög ásamt því að baka piparkökur. Árlega sýna nemendur í 4. bekk Ljósahátíð fyrir foreldra sína og alla nemendur skólans og var engin undantekning á því þetta árið. Þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn Helgu…
Nánar