Skip to content
12 jan'22

Gul veðurviðvörun

Í dag miðvikudaginn 12.janúar og til fimmtudagsins 13. janúar er í gildi gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánar hér: vedur.is | Viðvaranir | Veðurstofa Íslands Við biðjum foreldra að fylgjast vel með þegar börnin eiga að fara heim úr skólanum og  á leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn varðandi röskun á skólastarfi: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Nánar
09 jan'22

Skertur dagur mánududaginn 10.janúar

Mánudaginn 10. janúar lýkur skóla hjá nemendum í 1. til 6. bekk kl. 11:10 vegna bólusetningar barna. Foreldra ættu að vera búnir að fá upplýsingar frá Heilsugæslunni vegna þess og ef einhverjar spurningar vakna um bólusetninguna þá er best að snúa sér til Heilsugæslunnar. Víðisel er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar á…

Nánar
13 des'21

Rauður dagur

Síðasta föstudag var rauður dagur og/eða jólapeysudagur. Nemendur og starfsfólk mætti með jólaveinahúfur eða í jólapeysum þennan dag. Gaman var að sjá fjölbreytnina sem ríkti í vali þennan daginn sem óneitanlega setti jólalegan blæ á skólastarfið. Myndir

Nánar
29 okt'21

Hrekkjavaka

í Selásskóla tókum við forskot á hrekkjavöku og nemendur og starfsfólk mætti í búningum í skólann. Margir hópar nýttu það sem efni í kennslustundum með skemmtilegri vinnu. Hrekkjavaka eða Halloween er haldin ár hvert daginn og nóttina fyrir Allraheilagramessu sem tileinkuð er píslarvottum kirkjunnar. Halloween kemur upprunalega frá Skotum og Írum en þar var hátíðin kölluð samhein,…

Nánar
21 okt'21

Vetrarfrí

Vetrarleyfi verður föstudag 22. október, mánudag 25. október og þriðjudag 26. október. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. október og þá er einmitt bangsadagur í skólanum og mega nemendur koma með uppáhalds bangsann sinn í skólann. Hér eru upplýsingar um afþreyingu í vetrarfríinu.

Nánar
21 okt'21

Danskur farkennari

Um þessar mundir eru við með danskan farkennara í Selásskóla Britta Junge. Hún mun koma að kennslu í dönsku í hjá nemendum í 6. og 7. bekk í nokkrar vikur.  Marmkiðið með því að fá fjarkennara er að styðja við nám og kennslu dönsku í íslenskum skólum með sérstakri áherslu á munnlega færni. Einnig að…

Nánar
15 okt'21

Bleikur dagur

Í dag var bleikur dagur um allt lang og auðvitað tókum við í Selásskóla þátt. Nemendur og starfsfólk mættu í einhverju bleiku til að sýna samstöðu með konum sem greinst hafa með krabbamein.

Nánar
20 sep'21

Gul viðvörun

Á morgun þriðjudag er gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, viðvörunin er í gildi á þeim tíma þegar börn eru á leið heim úr skóla. Sjá frekari upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir   Við minnum á leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn varðandi röskun á skólastarfi: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Nánar
16 sep'21

Lestrarátak

Á skóladagatali Selásskóla fyrir þetta skólaár eru tvö lestrarátök. Það fyrra stóð yfir dagana 6.-13. september og var megin áherslan lögð á aukinn lestur og orðaforða. Umsjónarkennarar gáfu börnunum lengri tíma en venjulega til lesturs þessa daga og voru þau hvött til að lesa sem flestar bækur. Eftir hverja bók voru börnin beðin um að…

Nánar
10 sep'21

Ólympíuhlaup

Í gær fimmtudaginn 9. september nýttum við haustsólina og fórum út. Tilefnið var að taka þátt í Ólympíuhlaupinu sem er árlegur viðburður sem skólar um allt land taka þátt í. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur…

Nánar