Eyðublað v/ofnæmis eða fæðuóþols

Með því að smella á hlekkinn hér er hægt að nálgast eyðublað vegna ofnæmis eða fæðuóþols hjá nemanda.

Eyðublað

Prenta |

Öskudagurinn

Skilaboð frá foreldrafélaginu um Öskudaginn má nálgast hér.

Prenta |

SAFT - fræðslufundur

SAFT

Foreldrafélagið stendur fyrir fræðslufyrirlestri frá SAFT – samfélag, fjölskylda og tækni sem er vakningarátak um örygga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi.

Fræðslufyrirlesturinn fer fram á miðvikudaginn 17.apríl kl 20:00 í sal Selásskóla. Í erindinu verður fjallað um netnotkun barna og unglinga, sérstaklega með tilliti til sívaxandi notkunar á snjalltækni í samfélaginu. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum foreldrum í skólanum burtséð frá aldri barnanna.

Fjölmörg börn, allt niður í fjögurra ára aldur, eyða miklum tíma fyrir framan tölvurnar og oft vita foreldrar ekkert hvað þeir aðhafast eða hvaða samskipti eiga sér stað í tölvunni. Nú þegar mörg börn eru komin með snjallsíma í vasann er aðgengi þeirra að netinu mun meira. Því er nauðsynlegt að foreldrar kynni sér hvað krakkarnir eru að gera á netinu, ræði um ýmsar hættur og leiðir til að forðast þær og taki ábyrgð á netnotkun barnanna.

Við berum ábyrgð á því að kenna börnunum okkar góðar netvenjur og umgengnisreglur á netinu og því gott að fá að heyra frá sérfræðingunum hvað ber helst að brunni í þeim málum.
Við hvetjum foreldra allra nemenda til að mæta. Þetta er okkar mál.

Foreldrafélag Selásskóla

 

Prenta |

Eineltisfræðsla

Kolbrún Baldursdóttir

Í upphafi febrúarmánaðar stóð foreldrafélag skólans fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um einelti. Ágætis mæting var en um það bil 35 foreldrar komu og heyrðu fyrirlestur Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings sem bar yfirskriftina: ,,Höldum saman gegn einelti." Yfirskriftin vísar til þess að baráttan gegn einelti, ef hún á að bera árangur, er samvinnuverkefni allra aðila skólasamfélagsins. Starfsmanna skólans, foreldra og nemenda. Margt fróðlegt kom fram í erindi Kolbrúnar en hér má nálgast glærurnar sem hún studdist við i fyrirlestrinum.  Glærurnar

Prenta |

Fræðslukvöld

Gegn eineltiFræðslukvöld gegn einelti

Í samvinnu við skólastjórn Selásskóla býður Foreldrafélag Selásskóla foreldrum á fræðslukvöld í sal skólans miðvikudaginn 1. febrúar nk. kl 20:00 (sama dag og foreldraviðtölin fara fram). Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur mun flytja erindi um einelti, birtingarmyndir þess, gerendur, þolendur, afleiðingar og gefa okkur góð ráð. Umræðuefnið er afar brýnt og á erindi inn á hvert heimili og vonumst við þess vegna eftir því að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Þeir sem vilja kynna sér skrif Kolbrúnar um málefnið er bent á vef hennar. Sjá hér. Vefur Kolbrúnar Baldursdóttur

Prenta |

  • 1
  • 2