Mataráskrift

Mánaðarlegt gjald fyrir hádegismat er samkvæmt ákvörðun borgarráðs hverju sinni og er innheimt 9 sinnum á skólaári frá september til loka maí í jöfnum greiðslum.  Gjaldið er nú *kr. 6.600.- á mánuði og er það innheimt eftirá.

Systkinaafsláttur er veittur samkvæmt ákvörðun borgarráðs hverju sinni og er hann nú þannig að einungis er greitt fyrir tvö börn með sama lögheimili.  Afslátturinn reiknast við útgáfu kröfunnar.

 Sumir skólar bjóða uppá aðrar áskrift en hádegismat og er greitt fyrir það skv. gjaldsskrá skólanna hverju sinni.

Skráning í mataráskrift fer fram á Rafrænni Reykjavík. Ef mataráskrift er hætt þarf að segja henni upp í Rafrænni Reykjavík fyrir 20. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðamótum.

Einnig má sækja pöntunareyðublað hér. Það þarf að prenta út, undirrita og koma með á skrifstofu skólans. 

 Hafi barnið ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri við skrifstofu skólans.

 

Prenta |