Árgjald í Foreldrafélag Selásskóla 2014 - 2015

Foreldrafélag Selásskóla er rekið í sjálfboðavinnu og er markmið þess að stuðla að bættum samkiptum foreldra og barna í skólanum.  Foreldrafélagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og skemmtunum í skólanum eins og jólaföndur/jólakaffi, vorhátíð, fyrirlestrum, leikfangakaupum fyrir börnin, fundum til stuðnings bekkjarfulltrúum og margt fleira. Þannig að hjá einhverjum kostnaði verður ekki komist.Foreldrafélagið fær enga styrki til starfseminnar og því leitum við til félagsmanna til að leggja okkur lið. 

Árgjaldið er 2000 kr. á hvert heimili

Árgjaldið er það sama þó að á heimilinu séu fleiri en eitt barn í skólanum.  Árgjaldið verður rukkað með greiðsluseðli sem verður sendur í heimabanka foreldra en einnig má inna greiðslu af hendi með því að millifæra inn á reikning foreldrafélagsins. Ef það er gert þaf að senda kvittun á gjaldkera félagsins á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Foreldrafélagið er með reikning í Íslandsbanka, Höfðabakka 9. Sjá reikningsupplýsingar hér fyrir neðan.

Foreldrafélag Selásskóla,
Kt: 421098-3609
Reikn.nr: 0535-26-1111.
Upphæð:  2000.-

Takk fyrir stuðninginn - án ykkar stuðnings
getum við lítið gert fyrir börnin okkar.

Með bestu kveðju og fyrirfram þökk,
Stjórn Foreldrafélags Selásskóla

       

Prenta |