Skip to content
16 maí'22

Astrid Lindgren lestrarátak

Fyrstu tvær vikurnar í maí héldum við skemmtilegt lestrarátak í Selásskóla þar sem áherslan var lögð á lestrargleði, mikinn lestur og bækur Astridar Lindgren. Nemendur lásu mikið, bæði heima og í skólanum. Ýmsar bækur voru lesnar en einkum lásum við bækur eftir Astrid Lindgren. Bókunum hennar var stillt upp á skólasafninu og svo fengu allir…

Nánar
21 okt'20

Harry Potter á skólasafninu

Í síðustu viku var nú heldur betur fjör á skólasafninu okkar þegar við héldum Harry Potter húllumhæ. Öllum bekkjum skólans var boðið í heimsókn og voru heilmörg ævintýri í boði: Galdraskepnan mín: Hannaðu þína eigin galdraskepnu. Hvernig lítur hún út? Hvað getur hún gert? Galdraskák: Prófaðu að tefla eins og nemendur í Hogwartskóla. Ósýnilegt blek:…

Nánar
15 sep'20

Útikennsla á skólasafni

  Í Selásskóla leggjum við áherslu á útikennslu núna í september. Börnin í 6. og 7. bekk fóru út í bókasafnstímanum sínum í síðustu viku og unnu stafrófsverkefni. Annars vegar áttu þau að finna orð sem byrjuðu á öllum stöfum stafrófsins nema „ð“ og „x“. Orðin áttu að vera eitthvað sem þau gátu séð, snert,…

Nánar
21 jún'20

eTwinning skólaárið 2019-2020

Það er óhætt að segja að eTwinning sé að festa sig í sessi í Selásskóla en á skólaárinu sem var að líða hafa verið unnin mörg áhugaverð verkefni.  eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér…

Nánar
04 des'19

Leikskólabörn í heimsókn

Sú hefð hefur skapast hér í Selásskóla að elstu börnin á leikskólunum hér í kring koma í heimsókn á aðventunni. Nú í vikunni komu börn úr Blásölum, Rauðaborg og Heiðarborg í heimsókn. Þau fengu að hlusta á jólasögu, skoða bækur og tefla. Virkilega skemmtilegir hópa sem gaman verður að taka á móti í haust. Myndir

Nánar
20 nóv'19

Gistinótt á skólasafninu

Það var heldur betur fjör þegar 26 bangsar  eða önnur mjúkdýr gistu á skólasafninu nýlega. Bangsarnir voru þó ekki alveg tilbúnir að fara að sofa heldur fundu sér ýmislegt til dundurs. Margir lásu bækur en aðrir spiluðu og tefldu. Tumi tígur  hélt sögustund og leyfði öllum að grilla sykurpúða. Sumir bangsarnir voru samt pínulítið óþekkir…

Nánar