Skip to content
03 apr'20

Páskafrí og skólahalds eftir páska

Ágætu foreldrar og aðstandendur. Í dag er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí. Kennsla hefst síðan aftur þriðjudaginn 14. apríl. Undanfarnar vikur hefur starfsfólk Selásskóla unnið að því að skapa nemendum eins góðan skóladag og unnt er  miðað við þær skorður sem okkur eru settar. Við þökkum ykkur einstakan stuðning og skilning á okkar starfi í núverandi…

Nánar
03 apr'20

Tími til að lesa

Í vikunni hófst á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, lestrarverkefni fyrir börn og fullorðna. Allir eru hvattir til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Barna- og ungmennabókahöfundurinn Gunnar Helgason er sérstakur talsmaður verkefnisins sem kallast Tími til að lesa. Heitið vísar í aðstæðurnar sem við búum við um þessar mundir, þar sem…

Nánar
03 apr'20

Dagur barnabókarinnar

Síðan 1967 hefur Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar verið haldinn hátíðlegur, í kringum 2. apríl sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Hann er haldinn hátíðlegur til að vekja athygli á barnabókum og kærleika sem fylgir lestri. Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins.  Nú í ár var það sagan…

Nánar
17 mar'20

Skipulag skóladags verður sem hér segir þangað til annað verður tilkynnt

Skipulag skóladags verður sem hér segir þangað til annað verður tilkynnt: Vinsamlegast athugið að nemendur eiga að mæta á tilsettum tíma því inngangar eru læstir. Umsjónarkennara hleypa nemendum inn og síðan er innganginum læst. Nemendur koma inn í skólann sem hér segir: kl. 8:10 – 10:10 2. bekkur kemur inn um sama inngang og venjulega…

Nánar
16 mar'20

Frá Víðiseli

Kæru foreldrar/forráðamenn Víðisel mun halda úti frístundastarfi eins og kostur er miðað við aðstæður og fyrirskipaðar takmarkanir. Fyrirkomulag starfs í Víðiseli verður endurskoðað reglulega en eins og staðan er í dag lítur það svona út:   Vikan 17. – 20. mars 2. – 3. bekkur mæting þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 13:30 1. –…

Nánar
16 mar'20

Fyrirhugað skipulag skólastarfs í Selásskóla

        mars 2020   Ágætu foreldrar og forráðamenn barna í Selásskóla   Fyrirhugað skipulag skólastarfs í Selásskóla, meðan takmarkanir gilda vegna samkomubanns   Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum að þeim skilyrðum uppfylltum að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu…

Nánar
13 mar'20

Frá Skóla- og frístundasviði

Tilkynning frá Skóla og frístundasviði: Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið…

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur á mánudaginn

Ágætu aðstandendur barna í Selásskóla! Nemendur koma ekki í skólann mánudaginn 16. mars, þar sem þá er skipulagsdagur í skólum borgarinnar. Við upplýsum ykkur síðan um skólahald í Selásskóla í framhaldi af skipulagsdeginum. Uwaga W poniedzialek 16 03 w szkole bedzie dzien pracownika w zwiazku z tym dzieci nie przychodza do szkoly.Wiecej informacji udzielimy wprzyszlym…

Nánar
10 mar'20

2. bekkur í skíðaferð

Nemendur 2.bekkjar fóru ásamt umsjónarkennurum í skíðaferð í skíðabrekkuna í Ártúninu fimmtudaginn 27.febrúar. Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) á vegum Reykjavíkurborgar býður nemendum í 2.bekk í Reykjavík að koma á skíði á skólatíma til að kynnast þessari frábæru útivist. Við í Selásskóla ákváðum að taka þessu góða boði. Nemendum var skipt í tvo hópa þannig…

Nánar
10 mar'20

Dagur stærðfræðinnar

Fyrsta föstudag í febrár er dagur stærðfræðinnar en hann lenti á starfsdegi. Það kom þau ekki í veg fyrir að við héldum upp á daginn en margir bekkir gerðu það í vikunni á eftir. Markmið með degi stærðfræðinnar er að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu…

Nánar