Skip to content

Fréttir

15 nóv'19

Heimsókn á Ásmundarsafn

Áætlað var að fara með 5.bekk í Perlufestina í Hljómskálagarðinum að skoða högglistarverk eftir konur en vegna veðurs þá var okkur boðið í staðinn að kíkja á Ásmundarsafn í Laugardalnum þar sem við kynntumst aðeins sögu Ásmundar Sveinssonar og verkum hans. Við fengum líka kynningu á verkum Ólafar Nordal sem voru til sýnis á safninu.…

Nánar
15 nóv'19

Lestur á leikskólum

Í tilefni af degi íslenskra tungu þann 16.nóvember næstkomandi fór 5.bekkur úr Selásskóla í heimsókn á leikskólana í hverfinu, Rauðaborg, Heiðarborg og Blásali að lesa fyrir krakkana á leikskólanum. Nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega, reyndu að velja bækur við hæfi aldurs. Nemendur  æfðu sig að lesa  í vikunni og lögðu sig fram við að lesa…

Nánar
12 nóv'19

Skemmtilegar vinadagar

Vinadagar voru haldnir í selásskóla dagana 6. til 8.nóv og gerðu vinabekkirnir ýmislegt saman sér til skemmtunar.  Nemendur í 1. og 4. bekkur eru vinabekkir með bláan lit,  2. og 5. bekkur eru saman með rauðan lit, 3. og 6.bekkur með grænan lit og 7.bekkur er vinur allra og voru í bleiku. Vinabekkirnir hittust og…

Nánar
07 nóv'19

Vinadagar

Ágætu foreldrar/forráðamenn. Dagarnir 6., 7. og 8. nóvember eru sérstakir vinadagar hér í Selásskóla. Vinadagarnir eiga sér langa hefð hér í skólanum og tengjast alltaf baráttudeginum gegn einelti, sem að þessu sinni er á föstudeginum 8. nóvember. Á vinadögunum vinna nemendur að ýmsum verkefnum sem eiga það sammerkt að fjalla um gildi vináttunnar og fagna…

Nánar
31 okt'19

Úrslit í bangsagetraun

Á bangsadaginn var getraun á skólasafninu. Nemendur máttu giska á fjölda gúmmíbangsa í glerkrukkum. Tvær misstjórar krukkur voru fyllta með böngsum, önnur fyrir 1. – 3. bekk og hin fyrir 4. – 7. bekk. Það voru þau Ester nemandi í 1. bekk og Matthías Leó nemandi í 5. bekk sem komust næst réttum fjölda og…

Nánar
31 okt'19

Bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27.október ár hvert og þar sem sá dagur er á sunnudegi í ár frestuðum við deginum og héldum upp á hann í gær 30. október. Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore „Teddy“ Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og er hann haldinn hátíðlegur víða um heim. Roosevelt var mikil skotveiðimaður og sagan segir að…

Nánar
19 okt'19

Vetrarfrí

Dagana 24.-28.október verður vetrarfrí í Selásskóla og öll kennsla fellur niður. Skóli hefst aftur þriðjudaginn 29. október samkvæmt stundasrká.

Nánar
18 okt'19

Ævar Þór Benediktsson í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson kom í heimsókn til okkar í Selásskóla í dag. Hann spjallaði við nemendur í 3. – 7. bekk um nýju bókina sem kemur út á næstu dögum, Þinn eigin tölvuleikur sem er sjötta bókina í þessum flokki. Nemendur voru mjög áhugasamir og hlustuðu vel. Í lokin fengu þeir að spyrja goðið spjörunum…

Nánar
15 okt'19

Hafið

Síðustu vikur hefur 2.bekkur verið að vinna með námsefnið Komdu og skoðaðu hafið. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni þar sem námsgreinunum íslensku, náttúrufræði og samfélagsfræði er fléttað saman. Nemendur unnu m.a. með vísuna Fiskurinn hennar Stínu, orðasúpu, ritun og myndsköpun, paralestur, sóknarskrift og krossglímu út frá náttúrufræðiefninu. Að endingu bjuggu nemendur til sitt eigið fiskabúr…

Nánar
04 okt'19

Ferð í Bolaöldu

Fimmti bekkur fór að Bolöldu í dag þar sem þau gróðursettu ýmsar plöntur í vor þegar þau voru í 4.bekk. Núna var verið að mæla hæð og breidd plantanna til þess að kanna hvernig hversu vel plönturnar hefðu tekið við sér frá vorinu: Ferðin var skemmtileg en hefði mátt vera aðeins hlýrra. Myndir  

Nánar