2022-2023
Vinnumorgun í húsdýagarðinum
Í gær fimmtudaginn 19.janúar fóru nemendur í 6. bekk í húsdýragarðinn. Þar sóttu þeir námskeið undir leiðsögn starfsmanna í garðinum. Nemendur fengu tækifæri til að hriða um dýrin og fengu fræðslu um landbúnaðarstörf. Nemendur stóðu sig mjög vel og höfðu starfsmenn garðsins orð á því hversu góður þessi hópur var. Það gladdi okkur mikið að…
NánarSkíðað á skólatíma
Skíðað á skólatíma með 2.bekk er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt. Nemendur og kennarar úr 2.bekk fóru í gær mánudaginn 16.janúar í Grafarvogsbrekku og tóku þátt í þessu áhugaverða verkefni. Allir voru…
NánarRegnbogavottun
Selásskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem hinseginvænn vinnustaður. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Vottunin er hluti af því að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Hér má sjá nánari upplýsingar um regnbogavottun Reykjavíkurborgar.
NánarGleðileg jól
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Selásskóla. Nú erum við komin í jólafrí og vonandi munu allir njóta þess með sínu fólki. Við hlökkum til að sjá ykkur þriðjudaginn 3.janúar 2023. Kær kveðja Starfsfólk Selásskóla
NánarLjósahátíð og leikrit
Þessa síðustu viku fyrir jóla hefur verið jólalegt í skólanum hjá okkur. Nemendur hafa föndrað og sungið jólalög ásamt því að baka piparkökur. Árlega sýna nemendur í 4. bekk Ljósahátíð fyrir foreldra sína og alla nemendur skólans og var engin undantekning á því þetta árið. Þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn Helgu…
NánarUmhverfisnefnd
Selásskóli tekur þátt í verkefninu Skólar á grænni grein og því starfar umhverfisnefnd í skólanum. Í henni sitja fulltrúar kennara, stjórnenda og starfsfólks ásamt tveimur nemendum úr öllum árgöngum. Fyrsti fundur nefndarinnar var nú nýlega þar sem farið var yfir starf vetrarins og hlutverk nefndarmanna. Nemendur í umhverfisnefnd fengu svo það hlutverk að kynna verkefni…
NánarHaustfrí
Nú er komið að haustfríi hjá okkur. Skólinn er lokaður á morgun 21.október, máudaginn 24.október og þriðjudaginn 25.október. Þó við séum í fríi ætti enginn að þurfa að láta sér leiðast. Hér eru nokkrar hugmyndir að afþreyingu: https://borginokkar.is/search-content?search=haustfr%C3%AD https://borgarbokasafn.is/haustfri-2022 Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26.október. Vonandi munu allir njóta þess að eiga frí í þessu…
NánarForeldraviðtöl
Samkvæmt skóladagatali eru foreldraviðtöl þriðjudaginn 11.október. Umsjónarkennarar hitta þá foreldra og börn annað hvort í skólanum eða á fjarfundi. Eins og venjulega fellur öll kennsla niður þennan dag en Víðisel er opið fyrir þá sem það hafa pantað.
NánarMorgunverðarfundir
Ágætu foreldrar barna í Selásskóla Við bjóðum ykkur velkomna til samstarfs skólaárið 2022 – 2023. Þar sem heftur aðgangur hefur verið að skólanum síðustu 2 árin viljum við bjóða ykkur til kynningarfundar með skólatjórnendum í þessari og næstu viku. Á fundunum munum við fara yfir áherslur í skólastarfinu og eiga notalegt spjall við ykkur. Hver…
Nánar