Skip to content
01 apr'22

Vel heppnaðir þemadagar

Nú í liðinni viku voru þemadagar hjá okkur í Selásskóla en þemadagar eru árlegir uppbrotsdagar þar sem nemendum er blandað þvert á árganga. Að þessu sinni var unnið með spil, leiki og leikföng og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel. Sum leikföngin sem búin voru til munu nýtast nemendum áfram. Hér eru…

Nánar
30 mar'22

Upplestrarkeppni í hverfinu

Í dag miðvikudaginn 30.mars fóru fram í Guðríðarkirkju úrslitin í Upplestrarkeppninni í Reykjavík í hverfinu okkar. Nemendur úr Selásskóla, Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Norðlingaskóla, Ingunnarskóla, Sæmundarskóla og Dalskóla tóku þátt með því að lesa hluta úr sögunni Blokkin á heimsenda eftir þær Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, því næst lásu þau valið ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur…

Nánar
29 mar'22

Þemadagar

Dagana 29. – 31. mars verða þemadagar hér í Selásskóla. Þetta eru styttri nemendadagar og verða börnin í skólanum frá kl. 8:10 – 12:10. Skólinn opnar þessa morgna á sama tíma og venjulega. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku en nesti og vatnsbrúsa er gott að hafa í litlum bakpoka. Farið verður í frímínútur…

Nánar
22 mar'22

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 17. mars fóru fram undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Selásskóla en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Sjö nemendur tóku þátt í keppninni okkar þetta árið og stóðu sig öll með prýði. Úrslit keppninnar fara fram í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 30. mars kl.…

Nánar
22 mar'22

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er haldinn hátíðlegur þann 14.mars ár hvert eða á Pí deginum. Við í Selásskóla tókum heldur betur þátt í því. Nemendur unnu að margvíslegum stærðfræðilegum verkefnum og veltu fyrir sér stærðfræðinni all í kringum okkur. Myndir

Nánar
02 mar'22

Öskudagur

Í dag gerðum við okkur dagamun og héldum upp á öskudaginn með því að koma í búningum í skólann. Þar mátti sjá lítíl börn, sögupersónur, ofurhetjur og já kennara, hugmyndarflugið fékk svo sannarlega að leika lausum hala. Nemendur fræddust um þessa daga, saumuðu öskupoka og dönsuðu og fóru í leiki. Myndir

Nánar
01 mar'22

Gul veðurviðvörun

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun miðvikudaginn 2. mars, eins og staðan er núna á hún við frá kl 06:00 til kl 12:00. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Veðurstofunnar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Við bendum á leiðbeiningar fyrir foreldar/forráðamenn og starfsfólk skóla á íslensku, ensku og pólsku sem má finna hér: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Nánar
24 feb'22

Appelsínugul viðvörun enn og aftur

Enn og aftur eru veðurguðirnir að hrekkja okkur en á morgun föstudaginn 25. febrúar er apppelsínugul veðurviðvörun. Eins og staðan er núna þá gildir hún frá kl 11:00 – 17:00. Þannig að þetta á ekki við um morguninn þegar börn fara í skólann. En á við þegar börn fara heim úr skóla og eða tómstundastarfi.…

Nánar
23 feb'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2021 voru afhent í vikunni. Þau eru venjulega ahent á degi íslenskra tungu en vegna Covid var það ekki hægt. Sérhver grunnskóli tilnefnir nemendur til verðlaunanna. Að þessu sinni voru það þær Hanna Otte nemandi í 4. bekk og Þuríður Inga Olgeirsdóttir nemandi í 6. bekk sem hlutu verðlaunin…

Nánar
21 feb'22

Appelsínugul veðurviðvörun

Nú gengur yfir vont veður um land allt. Miklar líkur eru á því að þegar nemendur fara í skólann að morgni þriðjudagins 22.febrúar verði appelsínugul verðurviðvörun í gangi. Þá er mikilvægt að fylgja börninum í skólann. Röskun á skóla- og frístundastarfi – leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn. Disruptions to school and extracurricular activites – Instructions…

Nánar