Skip to content
17 ágú'22

Nú er sumri tekið að halla og skólabyrjun fram undan. Skólasetning verður með öðru sniði en venjulega því fullur skóladagur verður þann dag.   Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst eins hér segir: Nemendur í 2. til 4. bekk mæta kl. 8:10 á sal skólans Nemendur í 5. til 7. bekk mæta 8:30 á sal skólans…

Nánar
25 júl'22

Sumarlokun

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 24. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi miðvikudaginn 3. ágúst. Skólasetning og fyrsti skóladagur hjá nemendum í 2. til 7. bekk verður mánudaginn 22. ágúst 2022. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum um miðjan ágúst. Starfsfólk Selásskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars…

Nánar
08 jún'22

Útskrift 7. bekkjar

Í gær þriðjudaginn 7. júni útskrifaðist flottur hópur nemenda úr Selásskóla. Í haust munu þau hefja skólanám á nýjum slóðum. Við athöfnina voru fluttar ræður, ljóðaupplestur og tónlistaratriði.  Úrslit í ljóðasamkeppni voru gerð kunn og svo gæddum við okkur á gómsætum veitingum. Við óskum þessum flotta hópi til hamingju á þessum tímamótum og óskum þeim…

Nánar
25 maí'22

Körfuboltavöllur vígður

Í dag miðvikudaginn 25.maí var flotti körfuboltavöllurinn okkar loksins vígður. Hann var tekin í notkun seint í haust og vegna veðurs hafði ekki tekist að vígja hann formlega fyrr en nú. Þau Stefanía og Bergþór íþróttakennarar við skólann stýrðu hátíðinni en allir nemendur skólans tóku þátt með því að sýna listir sínar með körfubolta. Völlur…

Nánar
24 maí'22

Nemendaverðlaun SFS

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Rimaskóla í gær mánudaginn 23. maí.  Þetta er í tuttugasta skipti sem verðlaunin eru afhent til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi. Það voru 34 börn úr 3. til 10 bekk úr skólum borgarinnar sem fengu viðurkenningu að þessu…

Nánar
16 maí'22

Astrid Lindgren lestrarátak

Fyrstu tvær vikurnar í maí héldum við skemmtilegt lestrarátak í Selásskóla þar sem áherslan var lögð á lestrargleði, mikinn lestur og bækur Astridar Lindgren. Nemendur lásu mikið, bæði heima og í skólanum. Ýmsar bækur voru lesnar en einkum lásum við bækur eftir Astrid Lindgren. Bókunum hennar var stillt upp á skólasafninu og svo fengu allir…

Nánar
06 maí'22

Heiðursverðlaun á uppskeruhátíð umhverfisfréttafólks

Sjöundi bekkur Selásskóla hlaut heiðursverðlaun á uppskeruhátíð umhverfisfréttafólks sem er verkefni á vegum Landverndar. Úrslitin voru kynnt við hátíðlega viðhöfn í Safnahúsinu í dag, 6. maí 2022 og viðstaddir voru nokkrir nemendur sem fulltrúar bekkjarins, Ása Dröfn Fox umsjónarkennari og Kristín Óskarsdóttir náttúrufræðikennari. Keppnin er fyrir einstaklinga og litla hópa á grunnskóla- og framhaldsskólastigi en…

Nánar
05 maí'22

Sveitaferð hjá 1. bekk

Í dag fór 1.bekkur í árlega sveitaferð á Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Nemendur eru að læra um húsdýrin og fengu þarna góða innsýn inn í sauðfjárbúskap og þá sérstaklega sauðburðinn sem stendur sem hæst núna. Nemendur skruppu einnig í fjöruna áður en þeir nærðu sig á grilluðum pylsum. Veðrið lék við okkur þrátt fyrir kaldan vindinn.…

Nánar
04 maí'22

Skólabúðir

Dagana 25. til 29.apríl  dvaldi 7. bekkur skólans í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Með þeim voru kennarar og nemendur úr Árbæjar- og Ártúnsskóla.  Yfir daginn tóku nemendur þátt í skipulagðri dagskrá á vegum skólabúðanna,  fóru í íþróttir, lærðu náttúrufræði, fóru í ýmsa leiki og heimsóttu byggðasafnið. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem kennarar og…

Nánar
04 maí'22

Skólahljómsveitin í heimsókn

Í gær þriðjudag kom A- sveit Skólahljómsveitar Árbæjar- og Breiðholts í heimsókn til okkar. Hljóðfærin voru kynnt ásamt starfssemi sveitarinnar. Það voru nemendur í 2. og 3. bekk sem fengu að hlusta að þessu sinni og höfðu þau mjög gaman af.  Þrír nemendur úr 3. bekk spila einmitt með sveitinn þær Matthildur Mínerva, Rún og…

Nánar