Skip to content

Þemadagar

Í apríl voru okkar árlegu þemadagar haldnir í skólanum. Yfirskrift þemadaganna að þessu sinni var Undir regnboganum og markmiðið var að vinna með fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd. Nemendur sömdu texta, bjuggu til flugdreka, bökuðu og fræddust um fjölbreytileikann í náttúrinni. Nemendum var skipt upp þvert á árganga og nutu þess að vinna saman. Á miðvikudeginum var foreldrum boðið að koma í heimsókn og þökkum við kærlega fyrir góða og ángæjulega mætingu. Myndir.