Nemendur í 1. bekk fengu reiðhjólahjálma að gjöf

Kiwanisklúbburinn Jörfi í samstarfi við Eimskip gaf nemendum í 1.bekk reiðhjólahjálma að gjöf í tilefni af sumri. Í síðustu viku komu fulltrúar þeirra í 1. bekk ásamt skólastjóra og afhenti nemendum hjálmana sem öllum var frjálst að afþakka. Það er von allra að nemendur verði duglegir að hjóla í sumar og fara aldrei af stað nema með hjálm.