Skip to content

Upplestrarkeppni

Fimmtudaginn 9. mars fóru fram undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Selásskóla en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Sjö nemendur tóku þátt í keppninni okkar þetta árið og stóðu sig öll með prýði. Úrslit keppninnar fara fram í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 23.mars kl. 15:00 en fulltrúar Selásskóla að þessu sinni verða þau Ari Kjartan Jónsson og Signý Hrafnkellsdóttir. Myndir