Skip to content

Heimsókn í Borgarleikhúsið

Nemendur í 5. bekk fóru í heimsókn í Borgarleikhúsið í síðustu viku að sjá Kjarval. Sýningin fjallar um Jóhann Sveinsson Kjarval, listmálarann sem fór sínar eigin leiðir og kenndi íslendingum að sjá fegurðina í náttúrunni. Nemendur voru sér og skólanum sínum til sóma á sýningunni og voru eftir hana forvitin um þennan fræga listmálara og verkin hans.