Skip to content

Sexan

Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir ungt fólk um mörk og samþykki en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Nemendur í 7. bekk höfðu tækifæri til að senda inn stuttmyndir og skemmst frá því að segja þá unnu 8 stelpur í bekknum fyrstu verðlaun í þessari samkeppni með stuttmynd um tælingu. RÚV og fulltrúar lögreglunar komu í heimsókn í gær og sögðu frá þessum tíðindum ásamt því að taka viðtal við stelpurnar. Sagt verður frá þessu í sjónvarpsfréttum í kvöld. Við erum stolt af þessum flottu stelpum og óskum þeim til hamingju með árangurinn.  Fleiri myndir.