Skip to content

Foreldraviðtöl

Föstudaginn 3. febrúar verða nemendastýrð foreldraviðtöl í Selásskóla. Nemendur mæta þá í skólann með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara. Það eru nemendur sem stýra viðtalinu og upplýsa foreldra sína um hvað þeir eru að gera í skólanum.Þetta er skertur dagur þar sem nemendur mæta einungis með foreldrum sínum / forráðamönnum í boðað viðtal.Athugið að einhverjir kennarar hafa þurft að skipta viðtölum niður á daga.Löng opnun er í Víðiseli fyrir þá sem hafa pantað það.Óskilamunum verður komið fyrir í gryfjunni við aðalinngang skólans og hvetjum við foreldra til að koma við þar og athuga hvort ekki sé hægt að grynnka á bunkanum.  Við hlökkum til að sjá ykkurMeð vinsemdskólastjórnendur