Skip to content

Vinnumorgun í húsdýagarðinum

Í gær fimmtudaginn 19.janúar fóru nemendur í 6. bekk í húsdýragarðinn. Þar sóttu þeir námskeið undir leiðsögn starfsmanna í garðinum.  Nemendur fengu tækifæri til að hriða um dýrin og fengu fræðslu um landbúnaðarstörf. Nemendur stóðu sig mjög vel og höfðu starfsmenn garðsins orð á því hversu góður þessi hópur var. Það gladdi okkur mikið að fá þetta hrós og greinilegt að þarna voru kraftmiklir og útsjónasamir nemendur á ferð.

Myndir.