Skíðað á skólatíma

Skíðað á skólatíma með 2.bekk er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt. Nemendur og kennarar úr 2.bekk fóru í gær mánudaginn 16.janúar í Grafarvogsbrekku og tóku þátt í þessu áhugaverða verkefni. Allir voru sammála að þetta hafi verið mjög skemmtilegt og aldrei að vita nema skíðaáhugi kvikni hjá einhverjum kappanum.
Markmið verkefnisins er að:
• gefa nemendum í 2.bekk tækifæri til að prófa skíði.
• fá reynslu í móttöku skólahópa á skíðasvæðin í borginni með áherslu á þjónustu við byrjendur.
• fá endurgjöf frá nemendum, kennurum og foreldrum.