Skip to content

Ljósahátíð og leikrit

Þessa síðustu viku fyrir jóla hefur verið jólalegt í skólanum hjá okkur. Nemendur hafa föndrað og sungið jólalög ásamt því að baka piparkökur. Árlega sýna nemendur í 4. bekk Ljósahátíð fyrir foreldra sína og alla nemendur skólans og var engin undantekning á því þetta árið.  Þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn Helgu Margrétar tónmenntakennara, Margrétar aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara. Tvær sýningar voru fyrir fullu húsi í bæði skiptin og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Hér er hægt að sjá myndir frá sýningunni. 

Nemendur í 3. bekk voru einnig með sýningu fyrir foreldra og nemendur í 2. og 4. bekk og sýndu leikrit sem þau höfðu sjálf samið út frá vísum Jóhannesar úr Kötlum. Einnig sungu þau nokkur jólalög t.d lag sem þau sömdu sjálf. Gréta Pálín umsjónarkennari þeirra sá um sýninguna ásamt Sóleyju sem kennir þeim tónmennt og Helgu Margréti tónmenntakennara.  Sýningin var virkilega vel heppnuð og gleði á ánægja skein úr hverju andliti jafn hjá leikurum og áhorfendum. Hér er hægt að sjá myndir frá þessum viðburði.