Skip to content

Umhverfisnefnd

Selásskóli tekur þátt í verkefninu Skólar á grænni grein og því starfar umhverfisnefnd í skólanum. Í henni sitja fulltrúar kennara, stjórnenda og starfsfólks ásamt tveimur nemendum úr öllum árgöngum. Fyrsti fundur nefndarinnar var nú nýlega þar sem farið var yfir starf vetrarins og hlutverk nefndarmanna.  Nemendur í umhverfisnefnd fengu svo það hlutverk að kynna verkefni fyrir sínum bekkjarfélögum. Í vetur munum við vinna með neyslu og úrgang ásamt lífbreytileika.