Skip to content

Nú er sumri tekið að halla og skólabyrjun fram undan. Skólasetning verður með öðru sniði en venjulega því fullur skóladagur verður þann dag.

 

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst eins hér segir:

Nemendur í 2. til 4. bekk mæta kl. 8:10 á sal skólans

Nemendur í 5. til 7. bekk mæta 8:30 á sal skólans

Eftir stutta samveru munu bekkirnir fylgja sínum umsjónarkennurum í stofurnar og vera út skóladaginn.

Munið eftir hollu og góðu nesti fyrir morgunhressingu en hádegismatur verður framreiddur fyrir þá sem eru í mataráskrift.

Nemendur í 1. bekk eru boðaðir sérstaklega og er fyrsti skóladagur þeirra miðvikudaginn 24.ágúst

Við hlökkum til að hitta alla hressa og káta eftir sumarfríið.