Útskrift 7. bekkjar

Í gær þriðjudaginn 7. júni útskrifaðist flottur hópur nemenda úr Selásskóla. Í haust munu þau hefja skólanám á nýjum slóðum. Við athöfnina voru fluttar ræður, ljóðaupplestur og tónlistaratriði. Úrslit í ljóðasamkeppni voru gerð kunn og svo gæddum við okkur á gómsætum veitingum. Við óskum þessum flotta hópi til hamingju á þessum tímamótum og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.
The root directory of the gallery couldn't be found - it may have been deleted or renamed.