Skip to content

Körfuboltavöllur vígður

Í dag miðvikudaginn 25.maí var flotti körfuboltavöllurinn okkar loksins vígður. Hann var tekin í notkun seint í haust og vegna veðurs hafði ekki tekist að vígja hann formlega fyrr en nú. Þau Stefanía og Bergþór íþróttakennarar við skólann stýrðu hátíðinni en allir nemendur skólans tóku þátt með því að sýna listir sínar með körfubolta. Völlur á eftir að gleði marga næstu árin og erum við ákaflega ánægð með hann. Myndir