Skip to content

Nemendaverðlaun SFS

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Rimaskóla í gær mánudaginn 23. maí.  Þetta er í tuttugasta skipti sem verðlaunin eru afhent til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi. Það voru 34 börn úr 3. til 10 bekk úr skólum borgarinnar sem fengu viðurkenningu að þessu sinni. Fulltrúi Selásskóla í þessum flotta hópi var Sigrún Ósk Hallsdóttir nemandi í 6. bekk og óskum við henni innilega til hamingju.