Astrid Lindgren lestrarátak
Fyrstu tvær vikurnar í maí héldum við skemmtilegt lestrarátak í Selásskóla þar sem áherslan var lögð á lestrargleði, mikinn lestur og bækur Astridar Lindgren.
Nemendur lásu mikið, bæði heima og í skólanum. Ýmsar bækur voru lesnar en einkum lásum við bækur eftir Astrid Lindgren. Bókunum hennar var stillt upp á skólasafninu og svo fengu allir nemendur kynningu á þessum fræga rithöfundi og litríku persónunum sem hún skapaði. Við gerðum okkur ýmislegt til skemmtunar og fórum m.a. í spurningaleiki og bingó. Nemendur á miðstigi unnu skemmtileg verkefni upp úr bókum Astridar, bæði hljóðvörp og glærukynningar.
Vonandi höfðu allir gaman af þessu átaki sem allur skólinn tók virkan þátt í! myndir