Skip to content

Heiðursverðlaun á uppskeruhátíð umhverfisfréttafólks

Sjöundi bekkur Selásskóla hlaut heiðursverðlaun á uppskeruhátíð umhverfisfréttafólks sem er verkefni á vegum Landverndar. Úrslitin voru kynnt við hátíðlega viðhöfn í Safnahúsinu í dag, 6. maí 2022 og viðstaddir voru nokkrir nemendur sem fulltrúar bekkjarins, Ása Dröfn Fox umsjónarkennari og Kristín Óskarsdóttir náttúrufræðikennari.
Keppnin er fyrir einstaklinga og litla hópa á grunnskóla- og framhaldsskólastigi en sjöundi bekkur vann sitt verkefni sem ein heild og var því ekki beinn þátttakandi í keppninni sjálfri en hlaut sérstök verðlaun vegna gæða. Bekkurinn vann í sameiningu að tímariti þar sem rauði þráðurinn var náttúruvernd og sjálfbærni með tengingu við Heimsmarkmiðin.
Í umsögn sagði „Verkefnið var frábært. Flott hvernig allir nemendur voru virkjaðir í vinnu með heimsmarkmiðin, góðar og skapandi hugmyndir og flott umfjöllun um hvert markmið. Nemendur skiptu með sér verkum og að lokum myndaði verkefni eina heild“. Í verðlaun hlutu þau tré sem mun vera gróðursett á lóð Selásskóla, pizzuveislu og viðurkenningarskjal.
Upptaka var frá athöfnin í beinu streymi (Upphaf á kynningu á verki Selásskóla og afhending er ca. á mín 37:55)