Skip to content

Sveitaferð hjá 1. bekk

Í dag fór 1.bekkur í árlega sveitaferð á Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Nemendur eru að læra um húsdýrin og fengu þarna góða innsýn inn í sauðfjárbúskap og þá sérstaklega sauðburðinn sem stendur sem hæst núna. Nemendur skruppu einnig í fjöruna áður en þeir nærðu sig á grilluðum pylsum. Veðrið lék við okkur þrátt fyrir kaldan vindinn. Það voru glaðir og sáttir nemendur sem luku skóladeginum í dag reynslunni ríkari úr sveitinni. Myndir